Erlent

Sýknaður af ákæru fyrir að segja brandara á Twitter

BBI skrifar
Mynd/AFP
Hæstiréttur í Bretlandi sýknaði í gær mann fyrir að segja brandara á Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli og verið eitt umdeildasta mál dómsmál síðari ára í landinu.

Í janúar árið 2010 átti Paul Chambers nokkur bókað flug frá Robin Hood flugvelli á Englandi. Sökum veðurfars féllu nokkur flug niður. Þá skrifaði Chambers örfærslu á Twitter: „Fandinn! Flugvöllurinn er lokaður. Þið hafið eina viku til að redda þessu annars sprengi ég völlinn í loft upp." Hann var fyrir vikið handtekinn og vinnuveitendur hans ráku hann.

Saksóknari í landinu ákvað að lögsækja hann fyrir að senda ógnvekjandi skilaboð. Á neðra dómsstigi var Chambers fundinn sekur. Hann áfrýjaði þeim dómi og í gær komst Hæstiréttur Bretlands að því hann væri saklaus. Þar með gaf hann það fordæmi að menn megi senda ógnvekjandi skilaboð út á netið ef fólkið sem les þau hefði aldrei tekið mark á þeim eða litið á þau sem lélegan brandara.

Chambers sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að honum væri óendanlega létt. Málaferlin hafa þegar kostað hann tvö störf og komið honum á sakaskrá.

Frá því málið hófst hafa ýmsir orðið til að lýsa stuðningi sínum á Chambers, t.d. stjórnmálamenn, grínistar og notendur samfélagsmiðla. Grínistarnir Stephen Fry og Al Murray hrintu af stað herferð sem verndaði rétt fólks til að segja lélega brandara.

The Guardian segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×