Fleiri fréttir Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu. 11.5.2012 22:30 Stoltenberg horfir á Borgen Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina. 11.5.2012 22:30 CIA skjöl enn hulin leynd Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu. 11.5.2012 14:07 Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð. 11.5.2012 14:06 Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik "Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró. 11.5.2012 10:03 Skattar vegna gjafa til lækna Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum. 11.5.2012 11:00 Slösuðust í sprengingu sem fór úrskeiðis Þrír slösuðust á Amager í Kaupmannahöfn í morgun þegar til stóð að fella stórt síló með skipulagðri sprengingu. Eitthvað fór úrskeiðis þannig að sprengjurnar sprungu fyrr en til stóð. Í fyrstu var talið að allt að tíu manns hefðu slasast en nú segir slökkviliðsstjóri Kaupmannahafnar að þrír séu sárir, þar af einn alvarlega. 11.5.2012 09:14 Romney var hrekkjusvín - lagði dreng í einelti Mitt Romney, væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að dagblaðið Washington Post greindi frá því að hann hafi verið í hópi drengja sem lögðu skólabróðir sinn í einelti en þeir töldu drenginn vera samkynhneigðan. 11.5.2012 09:12 Grikkir reyna til þrautar Grískir stjórnmálamenn reyna nú til þrautar að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna, Evangelos Venizelos hittir leiðtoga hægriflokksins, Antonis Samaras á fundi í dag þar sem freista á þess að mynda samsteypustjórn. 11.5.2012 08:28 Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu. 11.5.2012 05:30 Mannskæðasta árás frá byrjun Tvær sprengjuárásir sjálfsvígsmanna kostuðu að minnsta kosti 55 manns lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Nærri 400 manns eru særðir. 11.5.2012 04:30 Jörðin í áður óséðu ljósi Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd. 10.5.2012 23:45 Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins. 10.5.2012 22:30 Vart hugað líf eftir að hafa bjargað eiganda sínum Bolabítur í Massachusetts í Bandaríkjunum bjargaði eiganda sínum frá því að verða fyrir lest fyrr í vikunni. Konan slasaðist ekki en hundurinn er hins vegar stórslasaður og vart hugað líf. 10.5.2012 23:30 Sá hlær best sem síðast hlær — Innflutningsteiti í kirkjugarðinum Mikið hefur verið rætt um stutta tilkynningu Karls nokkurs Albrecht sem birtist í fréttablaðinu Abendblatt fyrr í vikunni. Karl vildi koma því á framfæri að hann væri fluttur og að öllum væri boðið í innflutningsteiti. Karl lést í síðasta mánuði. Teitið mun fara fram í kirkjugarðinum. 10.5.2012 21:30 Karl Bretaprins fór með veðurfréttir Vafalaust hafa nokkrir rekið upp stór augu þegar Karl Bretaprins, ríkisarfi að bresku krúnunni, birtist á sjónvarpsskjám Breta nýverið. 10.5.2012 14:51 Tala látinna hækkar í Damaskus Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega. 10.5.2012 14:04 Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega. 10.5.2012 11:45 Ólympíuloginn tendraður Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands. 10.5.2012 08:04 Fundu brak rússneskrar farþegaþotu Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa fundið brakið af rússneskri farþegaþotu sem fórst í landinu í gær. Vélin, sem kallast Sukhoi Superjet hvarf af radar fimmtíu mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta en vélin var í stuttu kynningarflugi með um fimmtíu manns innanborðs. 10.5.2012 08:00 Pútín mætir ekki á G8 fundinn Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands. 10.5.2012 11:43 Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. 10.5.2012 00:00 Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. 9.5.2012 21:46 Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. 9.5.2012 21:45 Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. 9.5.2012 13:31 Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. 9.5.2012 13:30 Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. 9.5.2012 13:27 Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. 9.5.2012 10:32 Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. 9.5.2012 10:30 Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. 9.5.2012 10:12 Freista þess að mynda stjórn með gömlu flokkunum Leiðtogi kosningabandalags vinstrimanna á Grikklandi hefur heitið því að reyna að mynda ríkisstjórn sem hafi það fremst í stefnuskrá sinni að rifta öllum samningum um fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Samningarnir hafa þýtt mikinn niðurskurð í landinu og kjósendur svöruðu þeim um síðustu helgi með því að refsa ráðandi öflum harkalega. 9.5.2012 08:11 Metverð fyrir nútímalistaverk Málverkið "Appelsínugulur, rauður, gulur" eftir Mark Rothko er nú orðið dýrasta nútímalistaverk sögunnar, það er þegar litið er til verka sem máluð eru eftir seinna stríð.. Verkið seldist á uppboði í New York í gær á 86,9 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. 9.5.2012 08:08 Sprengjumaðurinn vann fyrir CIA Svo virðist vera, sem hryðjuverkamaðurinn sem handtekinn var á dögunum grunaður um að ætla að sprengja flugvél í loft upp með sprengiefni sem átti að fela í nærbuxum hans, hafi verið gagnnjósnari á vegum Sádí Araba og CIA. 9.5.2012 08:03 Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. 9.5.2012 06:45 Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. 9.5.2012 05:30 Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. 9.5.2012 03:15 Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. 9.5.2012 00:00 Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. 8.5.2012 21:59 Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. 8.5.2012 15:30 Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. 8.5.2012 14:19 Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. 8.5.2012 13:57 Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. 8.5.2012 11:57 Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. 8.5.2012 11:54 Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. 8.5.2012 11:50 Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. 8.5.2012 09:52 Sjá næstu 50 fréttir
Rakspíranotkun grunnskólanema orsakaði brunaútkall Mikill glundroði myndaðist í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar brunabjöllur fóru í gang. Enginn hætta var þó á ferðum enda voru ærslafullir námsmenn í búningsklefa skólans sem báru ábyrgð atvikinu. 11.5.2012 22:30
Stoltenberg horfir á Borgen Danski sjónvarpsþátturinn Borgen hefur notið mikilla vinsælda á síðastliðnum mánuðum. Einn af aðdáendum þáttanna er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Í grein á vef norska ríkisútvarpsins er fjallað um það að þótt starf Stoltenbergs sé ákaflega erfitt og erilsamt gefi hann sér alltaf tíma til að horfa á þættina. 11.5.2012 22:30
CIA skjöl enn hulin leynd Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að gögn sem leyniþjónustan CIA geymir um innrásina í Svínaflóa á Kúbu skuli áfram hulin leyndarhjúpi. Skjölin ættu öllu jöfnu að vera gerð opinber þar sem nægilega langur tími er liðinn frá því árásin var gerð. CIA hélt því hinsvegar fram að skjölin, sem varða innri rannsókn stofnunarinnar á málinu, hafi verið vinnuskjöl en ekki fullkláruð. Því verður ekkert gefið út um innihald skjalanna að svo stöddu. 11.5.2012 14:07
Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð. 11.5.2012 14:06
Upphlaup í réttarhöldunum yfir Breivik "Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró. 11.5.2012 10:03
Skattar vegna gjafa til lækna Af þeim 32 lyfja- og hjálpartækjafyrirtækjum sem dönsk skattayfirvöld hafa rannsakað eiga alls 29 von á að þurfa að greiða 50 milljónir danskra króna, jafngildi rúms milljarðs íslenskra króna, í skatt vegna gjafa til lækna, að því er segir á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi skattayfirvalda, Rasmus Andersen, segir fyrirtækin hafa reynt að komast hjá skattgreiðslum þegar þau buðu læknum með á ráðstefnur á lúxushótelum. 11.5.2012 11:00
Slösuðust í sprengingu sem fór úrskeiðis Þrír slösuðust á Amager í Kaupmannahöfn í morgun þegar til stóð að fella stórt síló með skipulagðri sprengingu. Eitthvað fór úrskeiðis þannig að sprengjurnar sprungu fyrr en til stóð. Í fyrstu var talið að allt að tíu manns hefðu slasast en nú segir slökkviliðsstjóri Kaupmannahafnar að þrír séu sárir, þar af einn alvarlega. 11.5.2012 09:14
Romney var hrekkjusvín - lagði dreng í einelti Mitt Romney, væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að dagblaðið Washington Post greindi frá því að hann hafi verið í hópi drengja sem lögðu skólabróðir sinn í einelti en þeir töldu drenginn vera samkynhneigðan. 11.5.2012 09:12
Grikkir reyna til þrautar Grískir stjórnmálamenn reyna nú til þrautar að koma á starfhæfri ríkisstjórn í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna, Evangelos Venizelos hittir leiðtoga hægriflokksins, Antonis Samaras á fundi í dag þar sem freista á þess að mynda samsteypustjórn. 11.5.2012 08:28
Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu. 11.5.2012 05:30
Mannskæðasta árás frá byrjun Tvær sprengjuárásir sjálfsvígsmanna kostuðu að minnsta kosti 55 manns lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Nærri 400 manns eru særðir. 11.5.2012 04:30
Jörðin í áður óséðu ljósi Rússneska geimferðastofnunin hefur birt eina nákvæmustu mynd sem tekin hefur verið af Jörðinni. Ljósmyndin er 121 megapixlar — sem þýðir að hver myndeining er kílómetri að lengd. 10.5.2012 23:45
Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins. 10.5.2012 22:30
Vart hugað líf eftir að hafa bjargað eiganda sínum Bolabítur í Massachusetts í Bandaríkjunum bjargaði eiganda sínum frá því að verða fyrir lest fyrr í vikunni. Konan slasaðist ekki en hundurinn er hins vegar stórslasaður og vart hugað líf. 10.5.2012 23:30
Sá hlær best sem síðast hlær — Innflutningsteiti í kirkjugarðinum Mikið hefur verið rætt um stutta tilkynningu Karls nokkurs Albrecht sem birtist í fréttablaðinu Abendblatt fyrr í vikunni. Karl vildi koma því á framfæri að hann væri fluttur og að öllum væri boðið í innflutningsteiti. Karl lést í síðasta mánuði. Teitið mun fara fram í kirkjugarðinum. 10.5.2012 21:30
Karl Bretaprins fór með veðurfréttir Vafalaust hafa nokkrir rekið upp stór augu þegar Karl Bretaprins, ríkisarfi að bresku krúnunni, birtist á sjónvarpsskjám Breta nýverið. 10.5.2012 14:51
Tala látinna hækkar í Damaskus Tala látinna í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárása í sýrlensku borginni Damaskus fer hækkandi. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Sýrlands létust að minnsta kosti 55 í tilræðinu og rúmlega 370 særðust, margir alvarlega. 10.5.2012 14:04
Hryðjuverk í Damascus - 40 látnir Mikið öngþveiti ríkir í Damascus, höfuðborg Sýrlands, eftir að tvær sprengjur sprungu í borginni í morgun. Að minnsta kosti 40 létust í sprengingunum og um 170 særðust, margir hverjir alvarlega. 10.5.2012 11:45
Ólympíuloginn tendraður Kveikt verður í Ólympíukyndlinum við hátíðlega athöfn í borginni Ólympíu í Grikklandi síðar í dag. Síðan verður hlaupið með logann í boðhlaupi um allt Grikkland uns hann verður fluttur til Bretlands. 10.5.2012 08:04
Fundu brak rússneskrar farþegaþotu Yfirvöld í Indónesíu segjast hafa fundið brakið af rússneskri farþegaþotu sem fórst í landinu í gær. Vélin, sem kallast Sukhoi Superjet hvarf af radar fimmtíu mínútum eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta en vélin var í stuttu kynningarflugi með um fimmtíu manns innanborðs. 10.5.2012 08:00
Pútín mætir ekki á G8 fundinn Vladimir Putin, sem aftur er kominn á forsetastól í Kreml, ætlar ekki að mæta á G8 fundinn síðar í þessum mánuði þar sem helstu leiðtogar heimsins hittast og ráða ráðum sínum. Pútin hefur tilkynnt Obama bandaríkjaforseta þessa ákvörðun sína en hann segist eiga of annríkt þar sem hann sé að leggja ráðherrakapalinn í ríkisstjórn Rússlands. 10.5.2012 11:43
Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. 10.5.2012 00:00
Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. 9.5.2012 21:46
Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. 9.5.2012 21:45
Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. 9.5.2012 13:31
Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. 9.5.2012 13:30
Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. 9.5.2012 13:27
Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. 9.5.2012 10:32
Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. 9.5.2012 10:30
Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. 9.5.2012 10:12
Freista þess að mynda stjórn með gömlu flokkunum Leiðtogi kosningabandalags vinstrimanna á Grikklandi hefur heitið því að reyna að mynda ríkisstjórn sem hafi það fremst í stefnuskrá sinni að rifta öllum samningum um fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Samningarnir hafa þýtt mikinn niðurskurð í landinu og kjósendur svöruðu þeim um síðustu helgi með því að refsa ráðandi öflum harkalega. 9.5.2012 08:11
Metverð fyrir nútímalistaverk Málverkið "Appelsínugulur, rauður, gulur" eftir Mark Rothko er nú orðið dýrasta nútímalistaverk sögunnar, það er þegar litið er til verka sem máluð eru eftir seinna stríð.. Verkið seldist á uppboði í New York í gær á 86,9 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna. 9.5.2012 08:08
Sprengjumaðurinn vann fyrir CIA Svo virðist vera, sem hryðjuverkamaðurinn sem handtekinn var á dögunum grunaður um að ætla að sprengja flugvél í loft upp með sprengiefni sem átti að fela í nærbuxum hans, hafi verið gagnnjósnari á vegum Sádí Araba og CIA. 9.5.2012 08:03
Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. 9.5.2012 06:45
Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. 9.5.2012 05:30
Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. 9.5.2012 03:15
Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. 9.5.2012 00:00
Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. 8.5.2012 21:59
Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. 8.5.2012 15:30
Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. 8.5.2012 14:19
Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. 8.5.2012 13:57
Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. 8.5.2012 11:57
Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. 8.5.2012 11:54
Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. 8.5.2012 11:50
Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. 8.5.2012 09:52