Erlent

Sprengjumaðurinn vann fyrir CIA

Mynd/AP
Svo virðist vera, sem hryðjuverkamaðurinn sem handtekinn var á dögunum grunaður um að ætla að sprengja flugvél í loft upp með sprengiefni sem átti að fela í nærbuxum hans, hafi verið gagnnjósnari á vegum Sádí Araba og CIA.

Bandarísk yfirvöld hafa látið hafa eftir sér að maðurinn hafi verið sendur út af örkinni til þess að smeygja sér inn í hreyfingu Al-Kaída í Jemen og þegar hann hafi fengið sprengjuna í hendur hafi hann yfirgefið landið og haft samband við CIA, sem nú rannsakar hana en sprengjan þykir nokkuð þróuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×