Erlent

Slösuðust í sprengingu sem fór úrskeiðis

Þrír slösuðust á Amager í Kaupmannahöfn í morgun þegar til stóð að fella stórt síló með skipulagðri sprengingu. Eitthvað fór úrskeiðis þannig að sprengjurnar sprungu fyrr en til stóð. Í fyrstu var talið að allt að tíu manns hefðu slasast en nú segir slökkviliðsstjóri Kaupmannahafnar að þrír séu sárir, þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×