Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína 9. maí 2012 03:15 Benjamín Netanjahú og Shaul Mofaz Leiðtogar stjórnmálaflokkanna Likud og Kadima hafa nú myndað ríkisstjórn sem hefur meiri þingstyrk en dæmi eru til í ísraelskri stjórnmálasögu. Fréttablaðið/AP Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri ríkisstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðugleika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í september, ári áður en kjörtímabilið rennur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði samþykkt að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórninni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Palestínumenn og „alvarlegar“ viðræður um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hingað til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórninni. Nýja stjórnin verður með 94 þingmenn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórnarandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínumenn. Kadima er upphaflega klofningsflokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáverandi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herforingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. „Ég var reiðubúinn til að fara í kosningar,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í gær, „en þegar ég komst að því að hægt væri að koma á fót mjög breiðri ríkisstjórn, þá áttaði ég mig á því að hægt væri að endurreisa stöðugleika.“ Á sunnudaginn sagðist hann ætla að boða til þingkosninga í september, ári áður en kjörtímabilið rennur út. Í gær höfðu veður skipast í lofti. Kadimaflokkurinn hafði samþykkt að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Netanjahú segir að nýju stjórninni sé nú loksins fært að fara út í „ábyrgar“ friðarviðræður við Palestínumenn og „alvarlegar“ viðræður um kjarnorkuáform Írans. Þá fær Netanjahú nú svigrúm til að gera breytingar á umdeildri löggjöf, sem veitir strangtrúuðum gyðingum undanþágu frá herskyldu. Hæstiréttur Ísraels komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að þessi lög brjóti í bága við stjórnarskrá landsins, en litlu strangtrúarflokkarnir, sem stjórn Netanjahús hefur hingað til þurft að styðjast við á þingi, hafa staðið þvert gegn því að nokkrar breytingar verði gerðar á þessu. Þeir missa nú tangarhaldið á þessu máli, þótt þeir sitji áfram í stjórninni. Nýja stjórnin verður með 94 þingmenn á hinu 120 manna þjóðþingi Ísraels. Þetta er meiri þingstyrkur en ísraelskir stjórnmálamenn eiga að venjast. Stjórnarskiptin hafa komið verulega á óvart, einkum þó sinnaskiptin hjá Mofaz, sem í stjórnarandstöðu hefur óspart úthúðað Netanjahú og stjórn hans. „Þetta er ekkert heljarstökk,“ sagði Mofaz þó sér til varnar í gær. Hann segist aðeins hafa tekið „sögulegu tilboði“ sem geri miklar breytingar mögulegar. Hann segir einnig að Tzipi Livni, forveri hans í leiðtogaembætti Kadima, hafi gert „söguleg mistök“ með því að vilja ekki mynda stjórn með Netanjahú. Mofaz vann sigur á Tzipi Livni í leiðtogakjöri Kadima nú í apríl, en hún hafði jafnan sagt að Netanjahú hefði ekki raunverulegan áhuga á friðarsamningum við Palestínumenn. Kadima er upphaflega klofningsflokkur úr Likud, flokki Netanjahús, stofnaður af Ariel Sharon, þáverandi forsætisráðherra, árið 2005. Mofaz er fyrrverandi herforingi og varnarmálaráðherra. Hann hefur til þessa sýnt töluvert minni áhuga en Netanjahú á því að gera árásir á kjarnorkubúnað í Íran. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira