Erlent

Ætlar að kynna hagvaxtarleið

Ætlar sér ekki að sitja auðum höndum fyrstu vikurnar.
Ætlar sér ekki að sitja auðum höndum fyrstu vikurnar. nordicphotos/AFP
Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu.

Hollande vill draga úr niðurskurði og verja fé til fjárfestinga í atvinnulífinu.

Að því búnu hefjast viðræður Hollandes og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, sem hefur allt aðrar hugmyndir en Hollande um það hvernig evruríkin eigi að takast á við skuldavanda sinn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×