Erlent

Ráðist á bílalest SÞ

MYND/AP
Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×