Erlent

Segist hætt við hungurverkfall

Júlía Timosjenkó
Júlía Timosjenkó
Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni.

Hungurverkfallið stóð í þrjár vikur. Hún greip til þess til að mótmæla ofbeldi, sem hún segist hafa orðið fyrir í fangelsinu.

Þar afplánar hún sjö ára dóm, sem hún hlaut í haust fyrir að hafa árið 2009 misnotað völd í embætti sínu þegar hún gerði samning við Rússland um gaskaup. Hún segir ákærurnar og dóminn af pólitískum rótum runnin. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×