Erlent

Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá

Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni.

Slíkt var raunar bannað með lögum í ríkinu en nú hafa íbúarnir ákveðið að festa það í sjálfri stjórnarskránni. Um 60 prósent kjósenda voru á þessari skoðun og um 40 prósent á móti en mikil umræða skapaðist um málið í fylkinu eftir að varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafði látið hafa eftir sér ummæli þess efnis að hann styðji hjónabönd af þessu tagi.

Barack Obama forseti hefur hinsvegar aldrei viðrað afstöðu sína í málinu, aðeins sagt að skoðanir sínar séu í "þróun" eins og hann orðar það. Bill Clinton fyrrverandi forseti tók hinsvegar þátt í kosningabaráttunni gegn málinu í Norður-Karólínu en hann er mikill stuðnngsmaður þess að menn og konur geti gengið í hjónaband með hverjum sem þeim sýnist.

Stuðningur hans við málið hefur hinsvegar ekki skilað sér í kjörkassann. Norður Karólóna varð með kosningunni, 29 ríkið sem bannar hjónabönd af þessu tagi með því að festa það í stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×