Erlent

Freista þess að mynda stjórn með gömlu flokkunum

Gunnar Reynir Valþórssons skrifar
Leiðtogi vinstrimanna, Alexis Tsipras.
Leiðtogi vinstrimanna, Alexis Tsipras. Mynd/AP
Leiðtogi kosningabandalags vinstrimanna á Grikklandi hefur heitið því að reyna að mynda ríkisstjórn sem hafi það fremst í stefnuskrá sinni að rifta öllum samningum um fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Samningarnir hafa þýtt mikinn niðurskurð í landinu og kjósendur svöruðu þeim um síðustu helgi með því að refsa ráðandi öflum harkalega.

Vinstrimenn hafa nú þrjá daga til að mynda starfhæfa ríkisstjórn en sérfræðingar segja að það verði allt annað en létt verk, því hinir stóru flokkarnir eru báðir andsnúnir svo mikilli byltingu. Boðað hefur verið til funda með báðum gömlu flokkunum, Pasok og Nýju lýðræði, í dag en leiðtogar þeirra hafa báðir sagt að efnahagsaðstoð ESB og AGS sé lífsnauðsynleg. Svo gæti farið að kjósa verði að nýju í landinu til þess að fá fram starfhæfa stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×