Erlent

Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
F 15 vél, eins og vélarnar sem Bandaríkjamenn nota hér á landi.
F 15 vél, eins og vélarnar sem Bandaríkjamenn nota hér á landi. mynd/ afp.
Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna.

Flugsveitir bandaríska flughersins munu koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi til að taka þátt í verkefninu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi. Eistland, sem er aðildarríki NATO, leggur einnig til tvo starfsmenn á jörðu niðri til stuðnings verkefninu.

Bandarísku sveitirnar verða á vakt allan sólarhringinn við loftrýmisgæsluna. Ef einhverjar vísbendingar um ógnir berast tekur það F-15 orrustuþoturnar yfirleitt innan við fimm til tíu mínútur að taka á loft. Bandarísku sveitirnar fara einnig í þjálfunarflug í íslenskri lofthelgi. Áður hafa Frakkland, Danmörk, Spánn og Pólland séð um loftrýmisgæslu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×