Fleiri fréttir

Aflýsa flugi fram yfir helgi

Flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu flugi frá London að minnsta kosti fram á mánudag. Um er að ræða áætlað flug frá Heathrow og Gatwic, að fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar. Vonast er til þess að hægt verði að fljúga eitthvað innanlands í Skotlandi og á Írlandi seinnipartinn í dag.

Gosið lamar enn samgöngur í Evrópu

Nær allir stærstu flugvellir Evrópu verða áfram lokaðir í dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Milljónir flugfarþega er nú strandaglópar en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þurfti að aflýsa um 16 þúsund áætlunarferðum vegna öskufallsins í gær.

Útför forseta gerð á morgun

Minningarathöfn verður haldin í Póllandi í dag um 96 manns sem fórust í flugslysinu í Rússlandi um síðustu helgi.

Stjórnar Noregi í gegnum smátölvu vegna eldgossins

Öskufallið úr Eyjafjallajökli hefur gríðarlega víðtæk áhrif en fjölmiðlar vestan hafs hafa undanfarið fjallað um hremmingar Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, en hann situr fastur í New York vegna öskufallsins.

Norsk og finnsk lofthelgi lokuð fram á sunnudag

Gardermoen flugvöllurinn við Osló, sá stærsti í Noregi, verður lokaður fram á sunnudag vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Flugmálastjórn Finnlands hefur gefið út tilkynningu um að allir flugvellir þar í landi verði lokaðir fram til klukkan þrjú á sunnudag.

Öskulag sest á bíla í Danmörku

Öskulag hefur lagst á bíla á vesturhluta Jótlands í Danmörku, samkvæmt frétt Jyllands Posten. Á vefútgáfu blaðsins segir að burtséð frá þeirri röskun sem hafi orðið á flugi ætti það að vera ómögulegt að Danir upplifi öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli. Þetta hafi nú samt gerst.

Aftökur á Gaza ströndinni

Aftökusveit Hamas samtakanna á Gaza ströndinni skaut í gær til bana tvo Palestínumenn sem höfðu verið sakaðir um samvinnu við Ísraela.

Náðu upp flaki af herskipi

Björgunarsveitir í Suður-Kóreu hafa náð upp á yfirborðið framhluta herskips sem sökk eftir dularfulla sprengingu í síðasta mánuði. Skipið brotnaði í tvennt við sprenginguna.

Flugumferð enn í molum vegna gossins

Hundruð þúsunda farþega hafa orðið að fresta eða aflýsa ferðum sína víðsvegar um Norður Evrópu og í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins.

Búast við að loka Kastrup klukkan þrjú

Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan þrjú að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við öllu flugi í danskri lofthelgi klukkan fjögur . Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða.

Askan úr Eyjafjallajökli lokar fjölda flugvalla í Evrópu

Aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn.

Kostaði hundruð manna lífið

Að minnsta kosti 400 manns fórust og meira en tíu þúsund meiddust þegar jarðskjálfti varð í fjallahéruðum í vestanverðu Kína, skammt norður af Tíbet. Fjölmargir grófust undir húsarústum, meðal annars börn í skólum sem hrundu til grunna, og er búist við að tala látinna muni hækka nokkuð.

Barinn í klessu -myndband

Alríkislögreglan í Baltimore rannsakar barsmíðar lögreglu á námsmanni sem var ásamt drukknum félögum sínum að fagna sigri í hafnaboltaleik hinn þriðja mars síðastliðinn.

Einsog við sögðum fyrir fjörutíu árum...

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað skólayfirvöldum til sveitar í Missisippi að hlýða fjörutíu ára gamalli tilskipun Bandaríkjaþings um að hætta að aðskilja kynþætti í skólum.

Gríðarlegt mannfall í Mexíkó

Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum.

Kolaskipstjóri handtekinn í Ástralíu

Ástralska lögreglan hefur handtekið skipstjórann og stýrimann á kínverska kolaflutningaskipinu sem strandaði á kóralrifinu mikla hinn þriðja þessa mánaðar.

Öflugur skjálfti í Kína

Að minnsta kosti 300 létust og þúsundir slösuðust Qinghai héraði í vesturhluta Kína þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir gærkvöldi. Skjálftinn mældist 6,9 stig á Richter kvarðanum og varð hann á um 10 kílómetra dýpi.

Kostaði um sjötíu manns lífið

Meira en 70 almennir borgarar létu lífið þegar pakistanskar herþotur gerðu loftárás á þorpið Sara Walla norðvestan til í Pakistan, skammt frá landamærum Afganistans á laugardagsmorgun.

Hjálp faðir ég zzzzzzzzz

Sænskur maður sem var svo langt niðri að hann var að íhuga sjálfsmorð hringdi í hjálparlínu til þess að leita sér aðstoðar.

Banna tónlist

Islamistar í Sómalíu hafa bannað allan tónlistarflutning í landinu, hvort sem er í útvarpsstöðvum eða á kaffihúsum.

Fyrsta vitnið gegn Karadzic fyrir dóm

Fyrsta vitnið gegn Radovan Karadzic kemur fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag. Karadzic var leiðtogi Bosníuserba í stríðinu 1992-1995.

Kaczynski jarðsettur á laugardag

Forseti Póllands Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í Rússlandi um helgina verður jarðsettur á laugardag ásamt konu sinni. Rannsókn stendur nú yfir á flugslysinu en erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin en 96 létust í slysinu.

Hóta að taka franska blaðamenn af lífi

Talíbanar í Afganistan hafa hótað að taka tvo franska blaðamenn af lífi. Frakkarnir hafa verið í haldi síðan í desember og segjas talíbanar munu drepa þá verði kröfum þeirra ekki mætt. Þær ganga út á að frönsk stjórnvöld sleppi félögum þeirra úr haldi. Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Bardagar í Mogadishu

Að minnsta kosti átján létu lífið og 57 særðust í bardögum sem brutust út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í gær en þá var sérstakur dagur hersins í landinu haldinn hátíðlegur.

Eiturlyfjagengi í Mexíkó mynda bandalag

Yfirvöld í Mexíkó segja að tveir öflugustu eiturlyfjahringir landsins hafi nú tekið höndum saman og myndað bandalag gegn hinum þriðja, en liðsmenn hans kalla sig Zeturnar. Zeturnar voru til að byrja með hópur leigumorðingja sem vann fyrir eiturlyfjabarónana en á síðustu árum hafa þeir verið að færa sig upp á skaftið.

Leiðtogar funda um kjarnorkuvá

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum eru nú staddir í Washington höfuðborg Bandaríkjanna þar sem fundað er um kjarnorkuöryggi. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fundinn sem haldinn hefur verið í Bandaríkjunum frá stríðslokum en um 50 leiðtogar eru mættir til leiks.

Vilja leysa ríkisstjórn upp

Abhisit Vejjajivea, forsætisráðherra Taílands, er nú undir vaxandi þrýstingi að segja af sér og boða til kosninga.

Sprenging í Belfast

Rýma þurfti byggingar í Belfast í Norður Írlandi þegar stór sprengja sprakk nærri höfuðstöðvum MI5 leyniþjónustunnar í nótt. Enginn særðist í sprengingunni.

Cameron líklegastur til árangurs

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og flokksfélagi hans, Kenneth Clarke, eru taldir líklegastir til þess að geta leitt bresku þjóðina út úr efnahagslægðinni, að því er ný skoðanakönnun bendir til.

Undirbúa kosningar í skugga harmleiks

Efnahags- og stjórnmálalíf Póllands er í uppnámi eftir flugslysið á laugardag þar sem 96 fórust. Pólska stjórnin segir að upplausnarástand ríki ekki í landinu.

Hvetur talibana til að leggja niður vopn

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hvetur talibana til að leggja niður vopn. Hann fullyrðir að erlent herlið færri ekki úr landinu fyrr en þeir geri það. Þetta kom fram í máli forsetans sem heimsótti norðurhluta Afganistans í dag.

Hafnar kröfum stjórnarandstöðunnar

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, segist harma dauða rúmlega 20 mótmælenda og lögreglumanna sem létu lífið í gær. Hann hafnar þó alfarið kröfum stjórnarandstöðunnar og segist ekki ætla að víkja sem forseti.

Minntust látinna í Bangkok

21 maður féll og tæplega 900 særðust í átökum lögreglu og mótmælenda í Bangkok höfuðborg Tælands í gær. Þetta eru verstu pólitísku átök í landinu í 20 ár, en mótmælendur hafa staðið fyrir aðgerðum í mánuð. Þeir krefjast þess að þing landsins verði leyst upp, boðað til kosninga og að forsætisráðherrann fari úr landi.

Látlaus viðhöfn á flugvellinum í Varsjá

Lík Lech Kaczynski forseta Póllands var flutt með pólskri herflugvél til heimlandsins í dag. Látlaus viðhöfn var á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, þegar hermenn báru kistu forsetans út úr flugvélinni. Helstu ráðamenn landsins voru viðstaddir og hermenn stóðu heiðursvörð. Síðan var ekið með kistuna frá flugvellinum í gegnum miðborgina að forsetahöllinni.

Krefast rannsóknar á námuslysinu

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, krefst þess að fram fari opinber rannsókn á orsökum kolanámuslyssins í Vestur-Virginíu fyrir tæpri viku þegar 29 starfsmenn létust í kjölfar sprengingar. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Obama segir mikilvægt að fram fari ítarleg rannsókn svo að koma megi í veg fyrir samskonar slys í framtíðinni.

Skiltaþjófurinn framseldur til Póllands

Sænskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa skipulagt þjófnaðinn á Arbeit macht frei skiltinu í Auscwitz var framseldur til Póllands í vikunni.

Minnast fórnarlambanna - Lík forsetans flutt til Póllands

Pólverjar minntust forseta síns og þeirra tuga manna sem fórust með honum í flugslysinu í Rússlandi í gær, með tveggja mínútna þögn í morgun. Kennsl hafa verið borin á lík forsetans sem líklega verður flutt til Póllands í dag.

Sjá næstu 50 fréttir