Erlent

Banna tónlist

Óli Tynes skrifar

Islamistar í Sómalíu hafa bannað allan tónlistarflutning í landinu, hvort sem er í útvarpsstöðvum eða á kaffihúsum.

Þeir segja tónlist ekki samrýmast islam. Sómalir eru ágætlega tónelskir og hafa tekið þessum fréttum með nokkurri skelfingu.

Útvarpsstöðvar þora þó ekki öðru en hlýða, enda eru islamistar gjarnir á að myrða þá sem ekki hlýða þeim, eða þá að höggva af þeim útlimi.

Islamistar hafa áður bannað kvikmyndir, tónlistar hringitóna í farsímum og brjóstahaldara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×