Erlent

Íslensk nöfn tungubrjótur hjá erlendum fréttamönnum

Óli Tynes skrifar
Múhaha, ay-yah-FYAH'-plah-yer-kuh-duhl, múhaha.
Múhaha, ay-yah-FYAH'-plah-yer-kuh-duhl, múhaha.

Erlendir fréttamenn hafa plummað sig ágætlega við að bera fram íslensk nöfn eins og Hekla, Katla og Keflavik Airport.

Eyjafjallajökull hefur hinsvegar reynst þeim nokkur tungubrjótur. Þeir fá því skriflegar leiðbeiningar um hvernig á að bera nafnið fram og hvar áherslurnar eiga að vera.

Þessar leiðbeiningar líta svona út:

(Og reynið þið nú að bera ÞETTA fram Íslendingar góðir.

Eyjafjallajokull (ay-yah-FYAH'-plah-yer-kuh-duhl)

Þetta minnir dálítið á í gamla daga þegar þegar Ameríkanarnir á Vellinum fóru í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall og heimsóttu meðal annars Hveragerði.

Eða Hurdygurdy, eins og þeir kölluðu bæinn.

Snilldarleg björgun var það hinsvegar þegar einhver íslenskur framámaður fór í bíltúr um Reykjavík með Konrad Adenauer kanslara Vestur-Þýskalands.

Verið var að sýna kanslaranum merkar byggingar og stofnanir.

Það var ekið framhjá Dvalarheimili aldraðra sjómanna.

Og kanslarinn spurði; Was ist das?

Das ist DAS, svaraði íslendingurinn.

Bretar eru hinsvegar snillingar í orðaleikjum og fljótlega eftir að askan úr Eyjafjallajökli fór að berast upp að ströndum þeirra var skilaboðum komið áleiðis til Íslands:

We said CASH not ASH.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×