Erlent

Öflugur skjálfti í Kína

Að minnsta kosti 300 létust og þúsundir slösuðust Qinghai héraði í vesturhluta Kína þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir gærkvöldi. Skjálftinn mældist 6,9 stig á Richter kvarðanum og varð hann á um 10 kílómetra dýpi.

Hermenn og björgunarsveitir leita nú í rústum húsa en yfirvöld í bænum Jiegu sem er nærri upptökum skjálftans segja að um 85 prósent af byggingum bæjarins hafi hrunið. Héraðið er fjallent en það liggur að landamærum sjálfstjórnarsvæðis Tíbeta í Himalaya fjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×