Erlent

Bardagar í Mogadishu

Að minnsta kosti átján létu lífið og 57 særðust í bardögum sem brutust út í Mogadishu.
Að minnsta kosti átján létu lífið og 57 særðust í bardögum sem brutust út í Mogadishu. MYND/AP

Að minnsta kosti átján létu lífið og 57 særðust í bardögum sem brutust út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í gær en þá var sérstakur dagur hersins í landinu haldinn hátíðlegur.

Að minnsta kosti tvö börn létust í bardögunum en skæruliðar fyrir utan borgina notuðu meðal annars sprengjuvörpur til þess að skjóta á borgina. Sprengjurnar hittu meðal annars forsetahöllina og flugvöll borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×