Erlent

Kaczynski jarðsettur á laugardag

MYND/AP

Forseti Póllands Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í Rússlandi um helgina verður jarðsettur á laugardag ásamt konu sinni. Rannsókn stendur nú yfir á flugslysinu en erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin en 96 létust í slysinu.

Flestir þeirra voru hátt settir í pólska stjórnkerfinu eða í hernum. Rússnesk yfirvöld segja að búið sé að bera kennsl á 24 lík, þar á meðal forsetans og eiginkonu hans.

Búist er við því að yfirvöld í Póllandi endurskoði nú reglur um ferðalög hátt settra manna úr stjórnkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×