Erlent

Risastórt bænahús múslima í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar
Líkan af bænahúsinu.
Líkan af bænahúsinu. Mynd/Köbenhavns kommune

Borgarstjórn Kaupmannahafnar hefur samþykkt með miklum meirihluta að leyfa samtökum múslima í Danmörku að byggja risastórt bænahús við Vibevej á Nörrebro.

Deilt hefur verið um húsið bæði vegna stærðar þess og eins vegna þess að svo virðist sem klerkastjórnin í Íran muni fjármagna byggingu þess.

Tveir turnar sem notaðir eru til að kalla fólk til bæna eru 32 metra háir og svo er risastór blár kúpull yfir aðalbyggingunni.

Til samanburðar má geta þess turn Hallgrímskirkju er 74 metrar og því meira en helmingi hærri en bænakallsturnarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×