Erlent

Fyrsta vitnið gegn Karadzic fyrir dóm

Óli Tynes skrifar
Radovan Karadzic.
Radovan Karadzic.

Fyrsta vitnið gegn Radovan Karadzic kemur fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag. Karadzic var leiðtogi Bosníuserba í stríðinu 1992-1995.

Hann er sakaður um stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyningu. Vitnið er múslimi sem var í haldi í einum af fangabúðum Serba.

Þar áttu menn illa vist. Myndir sem birtust af föngum þegar þeim var sleppt úr haldi minntu á fanga í útrýmingarbúðum nazista í síðari heimsstyrjöldinni.

Karadzic heldur fram sakleysi sínu og segir Serba aðeins hafa verið að verja hendur sínar gegn árásum múslima.

Þeir hafi ætlað sér að breyta Serbíu í strangtrúað múslimaríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×