Erlent

Tortryggni vegna pólsku forsetavélarinnar

Óli Tynes skrifar
Flak vélar pólska forsetans.
Flak vélar pólska forsetans. Mynd/AP

Grunsemdir eru vaknaðar í Póllandi um að ekki hafi verið allt með felldu þegar flugvél pólska forsetans fórst í Rússlandi um síðustu helgi.

Breska blaðið Daily Mail hefur eftir þingmanninum Artur Gorski að það sé grunsamlegt að rússneskir flugumferðarstjórar hafi fjórum sinnum synjað forsetavélinni um leyfi til þess að lenda í Smolensk.

Í för með Lech Karczynski var eiginkona hans og 94 háttsettir embættismenn og herforingjar. Þau fóru til Rússlands til að vera við minningarathöfn um 22 þúsund pólska liðsforingja sem Stalin lét myrða í Katyn skógi fyrir 70 árum.

Þoka var í Smolensk þegar forsetavélin kom þangað og skyggnið fór versnandi. Rússar segja að ein flugvél hafi lent á undan forsetavélinni en annarri verið snúið til Moskvu.

Margreyndu að lenda

Rússnesku flugumferðarstjórarnir ráðlögðu pólsku vélinni að fara einnig til Moskvu. Flugmenn hennar sinntu því ekki og gerðu þrjár eða fjórar tilraunir til þess að lenda. Áður en vélin fórst.

Einn flugumferðarstjóranna segir að talsverður tungumálaörðugleikar hafi verið í samskiptum við forsetavélina.

Rússarnir virðast hafa talað litla ensku og enga pólsku. Pólverjarnir töluðu aðeins mjög bjagaða rússnesku. Upptökur á samtölum þeirra hafa ekki verið birtar.

Rússneskur ofursti sem er fyrrverandi flugmaður telur að pólski flugstjórinn hafi verið undir alltof miklum þrýstingi að lenda.

Minningarathöfnin í Katyn skógi hafði gríðarlega mikla pólitíska þýðingu í Póllandi. Hverskonar truflun á henni hefði verið illa séð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×