Erlent

Eiturlyfjagengi í Mexíkó mynda bandalag

Zeturnar voru til að byrja með hópur leigumorðingja sem vann fyrir eiturlyfjabarónana.
Zeturnar voru til að byrja með hópur leigumorðingja sem vann fyrir eiturlyfjabarónana.

Yfirvöld í Mexíkó segja að tveir öflugustu eiturlyfjahringir landsins hafi nú tekið höndum saman og myndað bandalag gegn hinum þriðja, en liðsmenn hans kalla sig Zeturnar. Zeturnar voru til að byrja með hópur leigumorðingja sem vann fyrir eiturlyfjabarónana en á síðustu árum hafa þeir verið að færa sig upp á skaftið.

Flestir meðlima þeirra eru liðhlaupar úr Mexíkóska hernum og eru þeir þekktir fyrir að höggva höfuð af andstæðingum sínum. Frá árinu 2006 hafa átján þúsund manns látist í ódæðum sem tengd eru eiturlyfjaiðnaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×