Fleiri fréttir

Langflestum er synjað um hæli

Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambandsins.

Risajúllum mótmælt

Bæði foreldrar og kennarar hafa mótmælt agnarlítilli styttu sem sett var upp í skemmtigarði í borginni Foshan í Guangdong héraði í Japan. Styttan sjálf er ekki nema tuttugu sentimetra há.

Talibanar boða sókn í Pakistan

Einn af leiðtogum talibana í Pakistan sagði í símtali við CN N sjónvarpsstöðina að þeir myndu hefja sókn sína gegn stjórnarher landsins strax eftir áramótin.

Neyðarlínan heyrði banaskotið -upptaka

Starfskona neyðarlínu í Oklahoma í Bandaríkjunum heyrði greinilega í símanum hvernig hinn fimmtíu og þriggja ára gamli Billy Dean Riley barði hús Donnu Jackson að utan eftir að hún hafði hringt til þess að biðja um aðstoð á aðfararnótt laugardags.

Kaupmannahöfn er hreinust borga

Kaupmannahöfn er hreinasta borg í Evrópu samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt verður á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í borginni í dag.

Að minnsta kosti hundrað létust í sprengjuárásum í Bagdad

Nokkrar bílsprengjur sprungu í miðborg Bagdad höfuðborg Íraks í morgun og eru að minnsta kosti hundrað látnir og 182 sárir. Fyrsta sprengjan varð fyrir utan lögreglustöð í Dora hverfinu og fjórar aðrar sprungu fyrir utan stofnanir í borginni nokkrum mínútum síðar. Í október var svipuð árás gerð þar sem margar sprengjur sprungu á svipuðum tíma og þá létust 155 manns. Samkvæmt tölum íraskra stjórnvalda hefur dregið úr ofbeldi í borginni síðasta árið þrátt fyrir þessar mannskæðu árásir.

Styr vegna McDonald's á leikunum 2012

Sú ákvörðun skipuleggjenda Ólympíuleikanna í London árið 2012, að láta skyndibitakeðjuna McDonald's annast fimmtung þeirra máltíða sem þar verða í boði, hefur vakið hörð viðbrögð heilbrigðispostula.

Íbúar Workington sameinaðir á ný eftir flóð

Bráðabirgðagöngubrú hefur nú verið byggð yfir Derwent ána í Workington í Cumbria-héraðinu á vesturströnd Englands eftir að mikil flóð í nóvember ruddu burt brúnni sem þar stóð áður.

Ók á konu og fannst hjá móður sinni

Maður á fertugsaldri, sem ók á konu í bænum Tilst á Austur-Jótlandi fyrir rúmri viku og varð henni að bana, var handtekinn á heimili móður sinnar í Virum á Sjálandi í gærkvöldi eftir mikla leit lögreglu.

Kenna flugumferðarstjórum um framhjáflug

Flugmenn bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines, sem flugu langt fram hjá áfangastað sínum í Minneapolis með fulla vél af farþegum í október, eru nú fyrir rétti vegna atviksins og skella báðir skuldinni á flugumferðarstjórn sem þeir segja að hafi ekki fylgt starfsreglum um samskipti við flugstjórnarklefa.

Mega gefa beinar skipanir um minni losun

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hefur verið veitt heimild til að gefa út tilskipanir um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum án þess að hún þurfi að hafa samráð við þingið.

Þúsundir fara á næstu vikum

Bandaríkjastjórn ætlar að senda um 16 þúsund hermenn til Afganistans á næstu vikum, eða rúmlega helminginn af þeim 30 þúsund hermönnum sem Barack Obama forseti hefur heitið að senda þangað til viðbótar við þá 70 þúsund sem fyrir eru.

Helstu deilumálin óleyst

Mörg helstu álitamál loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna voru enn óleyst þegar hún hófst í Kaupmannahöfn í gær.

Rekinn vegna ummæla á bloggsíðu

Niðrandi ummæli á bloggsíðu danskrar lögreglukonu um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum urðu til þess að henni var sagt upp í gær.

Obama kynnir nýjan erindreka

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Stephen Bosworth, erindreki Bandaríkjanna í málum Norður Kóreu, myndi halda til Norður-Kóreu í dag til að freista þess að koma viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda af stað á ný.

Sósíaldemókratar ósáttir

Sósíaldemókratar í Rúmeníu draga í efa opinber úrslit forsetakosninganna á sunnudag. Kjörstjórn lýsti í gær núverandi forseta, Traian Basescu, sigur­vegara kosninganna, með 50,33 prósent atkvæða þegar 99,95 prósent höfðu verið talin.

Mótmælendur aftur farnir á stjá í Íran

Íranskar öryggissveitir tóku hart á þúsundum mótmælenda fyrir utan Háskólann í Teheran í gær. Lögreglan beitti bæði táragasi og bareflum á mannfjöldann, sem hrópaði slagorð gegn Mahmoud Ahmadinedjad, forseta landsins.

Hundruð manna handtekin í Grikklandi

Nokkur þúsund ungmenni hafa safnast saman í miðborg Aþenu tvo daga í röð til að minnast óeirðanna fyrir ári, sem hófust eftir að unglingspiltur féll fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns.

Geimferðir boðnar til sölu

Breski auðkýfingurinn Richard Branson kynnti í gær nýtt geimfar, sem vellauðugir einstaklingar geta keypt sér far með út í geiminn.

Líklega kosið í lok febrúar

Kosningum sem halda átti í Írak 16. janúar næstkomandi verður að líkindum frestað um 45 daga, til 27. febrúar.

Borgarstjórinn dæmdur í fangelsi fyrir spillingu

Adbul Ahad Sahebi, borgarstjóra Kabúl höfuðborgar Afganistans, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir spillingu. Þrýst hefur verið á Hamid Karzai, forseta landsins, að láta til sín taka þegar kemur að spillingu í landinu.

Skotvopnum beitt í Íran

Öryggissveitir íranskra yfirvalda beittu skotvopnum gegn mótmælendum í höfuðborginni Teheran í dag. Þetta kemur frá á fréttavef BBC. Stjórnvöld í Íran gera allt sem þau geta til þess að koma í veg fyrir að fréttir af óeirðum í borginni berist út fyrir landsteinananna.

Mannskæðar árásir í Pakistan

Að minnsta kosti 16 eru á látnir og meira en 100 særðir eftir sprengjuárás í austurhluta Pakistan í dag. Meðal hinna látnu er tveggja ára gamall drengur. Tvær sprengjur sprungu á sama tíma á háanna tíma á markað í borginni Lahore sem er næsta stærsta borg landsins. Yfirvöld telja að þeir hafi verið fjarstýrðar.

Umhverfisráðherra Danmerkur er föst fyrir

Connie Hedegaard umhverfisráðherra Danmerkur sagði í dag að jafnvel efasemdarmenn yrðu að viðurkenna að ef jörðin eigi að hýsa níu milljarða manna um miðja þessa öld, verði mannkynið að finna skynsamlegri leiðir til þess að takast á við fjölgun sína.

Heimsins stærsta jólatré

Mexíkóborg státar af hæsta jólatré í heimi. Það er hvorki meira né minna en 367 feta hátt. Vart þarf að taka það fram að þetta er gervijólatré.

Mannskætt ferjuslys

Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar drekkhlaðin fólksferja lenti í árekstri við lítið flutningaskip við strendur Bangladesh um helgina.

Egyptar banna huliðsklæðnað kvenna

Miklar deilur hafa risið í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þar hafa með fulltingi áhrifamikils kennimanns ákveðið að banna flíkina niqab í skólum og í nokkrum starfsgreinum.

Minnast árásarinnar á Perluhöfn

Bandaríkjamenn minnast þess að þennan dag árið 1941 gerðu japanar árás á flotastöðina í Pearl Harbour á Hawaii eyjum. Með því hófst þáttaka Bandaríkjanna í síðari heimssturjöldinni.

Útsýni framtíðarinnar?

Það má deila um hvort loftslag á jörðinni sé að breytast af mannavöldum. Og það er svosem verið að deila um það í Kaupmannahöfn þessa dagana.

Fréttabann á mótmæli í Teheran

Stjórnvöld í Íran hafa rofið farsímasamband við miðborg Teherans þar sem lögreglan tekst á við stúdenta á sérstökum degi þeirra.

Jólin nálgast í Prag

Aðventan er nú haldin hátíðleg um allan hinn kristna heim. Og það er víðar en á Íslandi sem hún tengist jólaversluninni.

Safna liði gegn vágesti í Kaupmannahöfn

Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði við setningu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að ekki færri en 110 þjóðarleiðtogar komi til ráðstefnunnar sem stendur í hálfan mánuð.

HIV sýkti konuna með saumnál

Maður á Nýja Sjálandi hefur viðurkennt að hafa sýkt eiginkonu sína af HIV með því að nota saumnál til þess að blanda eigin blóði við hennar. Hann stakk hana með blóðugri nálinni meðan hún svaf.

Bretar reiðast á 8:22

Bretar eru að meðaltali átta mínútur og 22 sekúndur að missa stjórn á skapi sínu.

Játar að ekkert sé vitað um bin Laden

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina að engar upplýsingar um felustað Osama bin Laden hafi legið fyrir svo árum skiptir.

Semja um auknar flugsamgöngur við Japan

Bandaríkjamenn og Japanar leggja nú lokahönd á samning um aukna samvinnu í flugsamgöngum sem einkum beinast að því að létta hömlum og takmörkunum af umferð bandarískra flugfélaga um japanska flugvelli, einkum Narita-flugvöllinn í Tókýó en lendingar- og flugtaksleyfi á honum eru ákveðin af japönskum stjórnvöldum.

Umfangsmikil leit að hjólastólamanninum

Bandaríski fanginn Arcade Comeaux, sem var bundinn við hjólastól en flúði á harðahlaupum úr fangaflutningabíl í Texas fyrir helgina og fréttastofan greindi frá, er kominn á lista bandarískra löggæsluyfirvalda yfir fimmtán skæðustu strokufanga landsins sem laganna armur vill helst ná til.

Myrti unnustuna og fór á krá

Kráargestur á fimmtugsaldri, sem sat að drykkju á krá í Óðinsvéum í Danmörku í gær, kom að máli við barþjón á staðnum og bað hann að kalla til lögreglu þar sem gesturinn hefði orðið unnustu sinni að bana um helgina með ítrekuðum höggum og spörkum.

Morales áfram forseti Bólivíu

Sitjandi forseti Bólivíu, Evo Morales, náði endurkjöri í forsetakosningunum sem haldnar voru í landinu í gær. Hlaut Morales 60 prósent atkvæða og gjörsigraði andstæðing sinn, Manfred Reyes Villa.

Loftslagsráðstefna SÞ hefst í dag

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15.000 fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar.

Brown sker niður um 12 milljarða punda

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown hyggst skera útgjöld hins opinbera niður um 12 milljarða punda, jafnvirði um 2.400 milljarða króna, á fjögurra ára tímabili, en fjárlög ársins 2010 verða rædd á breska þinginu á miðvikudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir