Erlent

Þúsundir fara á næstu vikum

Bandarískir hermenn á leið til Afganistans.fréttablaðið/AP
Bandarískir hermenn á leið til Afganistans.fréttablaðið/AP

Bandaríkjastjórn ætlar að senda um 16 þúsund hermenn til Afganistans á næstu vikum, eða rúmlega helminginn af þeim 30 þúsund hermönnum sem Barack Obama forseti hefur heitið að senda þangað til viðbótar við þá 70 þúsund sem fyrir eru.

Þá skýrði Anders Fogh Rasmus­sen, framkvæmdastjóri NATO, frá því að aðildarríki bandalagsins og samstarfsríki þess myndu senda sjö þúsund hermenn til Afganistans til viðbótar þeim 36 þúsund sem þar eru fyrir.

Alls verða því um 140 þúsund erlendir hermenn í landinu þegar viðbótarsveitir Bandaríkjanna og NATO verða komnar þangað um mitt næsta ár.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×