Erlent

Kenna flugumferðarstjórum um framhjáflug

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Flugmenn bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines, sem flugu langt fram hjá áfangastað sínum í Minneapolis með fulla vél af farþegum í október, eru nú fyrir rétti vegna atviksins og skella báðir skuldinni á flugumferðarstjórn sem þeir segja að hafi ekki fylgt starfsreglum um samskipti við flugstjórnarklefa. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segist ekki geta tjáð sig um málið á meðan meðferð þess fyrir dómstólum eigi sér stað en málið kemur til af því að flugmennirnir áfrýjuðu ákvörðun stjórnarinnar um sviptingu flugskírteina. Samkvæmt framburði flugfreyju voru flugmennirnir báðir uppteknir af fartölvum sínum þegar hún kom að þeim og áttu í mjög áköfum umræðum um starfsmannastefnu Northwest-flugfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×