Erlent

Íbúar Workington sameinaðir á ný eftir flóð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Brúin sem hrundi.
Brúin sem hrundi.

Bráðabirgðagöngubrú hefur nú verið byggð yfir Derwent ána í Workington í Cumbria-héraðinu á vesturströnd Englands eftir að mikil flóð í nóvember ruddu burt brúnni sem þar stóð áður. Hermenn reistu nýju brúna á einni viku og hefur hún verið nefnd Barker Crossing eftir lögreglumanninum Bill Barker sem var staddur á fyrri brúnni þegar hún hrundi og lést. Íbúar í Workington fögnuðu ákaflega þegar göngubrúin var opnuð í gær en ófært hefur verið á milli bæjarhlutanna síðan brúin hrundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×