Fleiri fréttir

Kókaínlöggur handteknar eftir flókna leyniaðgerð

Lögreglumaðurinn Juan Acosta, sem sinnti störfum sínum í New York, Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að flytja kíló af kókaíni á milli bæjarhluta gegn greiðslu frá fíkniefnabaróni. Aftur á móti reyndist baróninn vera lögreglumaður í dulargervi.

Kengúrusmyglari handtekinn

Indónesískur karlmaður var handtekinn á dögunum þegar hann reyndi að smygla tíu fágætum kengúrum frá eyjum sem tilheyrir Nýju Gíneu til Java í Indónesíu.

100 látnir eftir flugeldasýningu

Að minnsta kosti eitt hundrað manns eru látnir eftir sprengingu í rússnesku borginni Perm. 140 til viðbótar hlutu áverka.

Vitnar um samning við mafíuna

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er sagður hafa gert samning við mafíuna á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í framburði dæmds mafíósa, Gaspare Spatuzza, í réttarhöldum sem fram fóru á Ítalíu í gær. Berlusconi hefur borið af sér ásakanirnar.

Aðrar þjóðir senda herlið

Áætlað er að 25 lönd hið minnsta sendi nálægt 7.000 hermenn til viðbótar til Afganistans á næsta ári. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), upplýsti um þetta í gær. Á sama tíma fundaði Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með utanríkisráðherrum annarra NATO-ríkja og sagði þeim að sameinað átak væri nauðsynlegt til að snúa við taflinu í stríðsrekstrinum í Afganistan.

Danskt Gullhorn finnst í Pétursborg í Rússlandi

Tveir danskir fornleifafræðingar hafa fundið eftirlíkingu af Gullhorni í Pétursborg í Rússlandi. Gullhornin eru þjóðargersemar Dana en þeim var stolið árið 1802 og síðan brædd upp. Eftirlíkingar þeirra eru til staðar á danska þjóðminjasafninu en það sem vekur athygli við fundinn í Pétursborg er að það horn er smíðað árið 1693 og er úr fílabeini.

„Drepum bin Laden“

Nemandi við West Point-herskólann í New York sendi Barack Obama Bandaríkjaforseta þögul en áhrifamikil skilaboð þegar forsetinn ávarpaði nemendur skólans á þriðjudaginn og ræddi um stefnu Bandaríkjanna í Afganistan og Pakistan.

Stjórnarfundur á Everest

Ríkisstjórn Nepals hélt í morgun hálftímalangan fund á Kalipatar-sléttunni á fjallinu Mount Everest en hún er í 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli.

Enga sprengjubrandara á Kastrup takk

Tæplega sextugur þýskur kaupsýslumaður var handtekinn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að hann sagði öryggisvörðum að hann væri með sprengju í töskunni sinni.

Frændi hundafórnarlambs handtekinn

Rúmlega tvítugur frændi litla drengsins, sem hundur beit til bana á mánudag, hefur verið handtekinn fyrir manndráp og er gefið að sök að hafa verið eigandi hundsins en téð hundategund er bönnuð með breskum lögum.

Leikstjóri í leynifangelsi

Leikstjórinn Roman Polanski, sem er í haldi svissneskra yfirvalda og bíður framsals til Bandaríkjanna, hefur verið fluttur á leynilegan stað til að forða honum undan athygli forvitins almennings.

Hjón fundust látin á bóndabæ

Hjón á miðjum aldri fundust látin á bóndabæ í Kent á Englandi á miðvikudagskvöldið og höfðu verið skotin til bana með haglabyssu.

Stevie Wonder erindreki friðar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder hefur bæst í hóp friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna. Stevie hefur verið blindur frá fæðingu og ætlar að beita sér sérstaklega í málefnum fatlaðra.

Allir karlmenn horfa á klám (víst)

Breskir vísindamenn lentu í nokkrum vanda þegar þeir ætluðu að gera rannsókn á því hvaða munur væri á karlmönnum sem skoðuðu klám og þeim sem gerðu það ekki.

Smyglaði 200 tonnum af kókaíni

Mexíkóskur kókaínbarón hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að smygla að minnsta kosti 200 tonnum af kókaíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Fangi í hjólastól forðaði sér á hlaupum

Fangelsisyfirvöld í Texas hyggjast heldur betur athuga sinn gang eftir að lífstíðarfangi í fangelsi í Huntsville, sem bundinn hefur verið við hjólastól, flúði á meðan verið var að flytja hann í annað fangelsi á mánudag - og það á harðahlaupum.

John Gotti slapp við dóm í fjórða sinn

Bandaríski mafíuforinginn John Gotti yngri slapp við dóm í fjórða skiptið eftir að dómari í New York vísaði morðmáli gegn honum frá dómi á þriðjudaginn vegna þess að kviðdómur gat ómögulega komist að sameiginlegri niðurstöðu um það hvort Gotti væri sekur um tvö morð og kókaínsmygl.

Illa merkt kort og biluð vél í skútumálinu

Ranglega merkt sjókort og biluð vél orsökuðu það að breska skútan, sem íranski sjóherinn stöðvaði og færði til hafnar í síðustu viku, villtist inn í íranska landhelgi.

Lygafrétt um mannafitusölu

Háttsettum lögregluforingja í Perú hefur verið vikið úr starfi fyrir að segjast hafa handtekið glæpagengi sem seldi mannafitu til snyrtivöruframleiðenda í Evrópu.

Feneyjar berjast við hafið

Feneyjar eiga í eilífu stríði við hafið og eiga sjálfsagt ekki von á góðu ef spár um hækkun heimshafanna rætist.

Skókastari fékk að smakka eigið meðal

Íraski blaðamaðurinn sem varð heimsfrægur fyrir að kasta skóm sínum í George Bush Bandaríkjaforseta, fékk í gær að reyna á eigin skinni hvernig það er.

Frá Afganistan eftir 18 mánuði

Eftir langa yfirlegu og vangaveltur tilkynnti Barack Obama loks í gær að hann ætlaði að senda þrjátíu þúsund hermenn til viðbótar til Afganistans.

Islamistar eigna sér sprengjuárás

Islamistar hafa lýst sprengjuárás á rússneska farþegalest á hendur sér að sögn vefsíðu sem tengist uppreisnarmönnum í Tsjetseníu.

Máli Tigers lokið

Tiger Woods hefur verið sektaður fyrir ógætilegan akstur og er margfrægu bílslysmáli hans þar með lokið af hálfu lögreglunnar.

Jakkafatamorðingjar salla niður vitni

Tveir tilræðismenn, klæddir í dökk jakkaföt, skutu fyrrverandi mexíkóskan alríkislögreglumann til bana á Starbucks-kaffihúsi í Mexíkóborg í gær en lögreglumaðurinn var væntanlegt vitni í máli gegn Sinaloa-eiturlyfjahringnum sem hann sjálfur var handtekinn fyrir að starfa fyrir á síðasta ári.

Bandaríkjamenn uggandi um fjárhaginn

Rúmlega 70 prósent Bandaríkjamanna telja sig annaðhvort undir fátæktarmörkum nú þegar eða að þeir muni verða það í framtíðinni.

Áhöfn bresku skútunnar sleppt

Fimm manna áhöfn breskrar skútu, sem íranski sjóherinn tók til fanga og hélt í eina viku, hefur verið sleppt úr haldi.

Vandræði með Windows 7

Hugbúnaðarrisinn Microsoft rannsakar nú ábendingar um að tölvur margra notenda stýrikerfisins Windows 7 frjósi fyrirvaralaust þegar þeir skrá sig inn í kerfið.

Obama boðar stríðslok innan þriggja ára

Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endanlega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðugleika í landinu.

Tiger og Elín þögul sem gröfin

Tiger Woods neitar enn að tala við lögregluna vegna bílslyssins sem hans lenti í. Dagblaðið Los Angeles Times segir að vegna þess hafi lögreglan leitað til sjúkrahússins sem hann var fluttur á til þess að fá áverkavottorð hans.

Dýrkeypt fegurð

Fyrrverandi ungfrú Argentína lést um helgina eftir misheppnaða fegrunaraðgerð á þjóhnöppun. Þetta hefur beint athyglinni að því að Argentína er að verða alheimsmiðstöð fyrir fegrunaraðgerðir.

Lögreglumorð í Seattle: Morðinginn skotinn til bana

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur skotið til bana mann sem grunaður var um að hafa myrt fjóra lögreglumenn með köldu blóði. Morðin voru framin á kaffihúsi á sunnudagsmorgun og hefur verið gerð gríðarleg leit að morðingjum síðan.

Sjá næstu 50 fréttir