Erlent

Obama kynnir nýjan erindreka

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Stephen Bosworth, erindreki Bandaríkjanna í málum Norður Kóreu, myndi halda til Norður-Kóreu í dag til að freista þess að koma viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda af stað á ný.

Bosworth mun leiða fyrstu beinu viðræður milli stjórnvalda Bandaríkjanna og Norður-Kóreu frá því að Obama varð forseti. Ekki er ljóst hverjir viðmælendur hans verða, en sérfræðingar telja mögulegt að Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, muni ræða við Bosworth.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×