Erlent

Ók á konu og fannst hjá móður sinni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Maður á fertugsaldri, sem ók á konu í bænum Tilst á Austur-Jótlandi fyrir rúmri viku og varð henni að bana, var handtekinn á heimili móður sinnar í Virum á Sjálandi í gærkvöldi eftir mikla leit lögreglu. Eftir að maðurinn ók á konuna, sem var að viðra hund sinn, forðaði hann sér af vettvangi og kveikti í bíl sínum, svörtum Ford Escord, í skógarrjóðri nálægt Glamhøjvej. Lögregla fann bílinn og taldi líklegt að skemmdir á honum samsvöruðu því að ekið hefði verið á manneskju. Eftir töluverða rannsókn og yfirheyrslu nokkurra vitna tókst svo að hafa uppi á manninum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×