Mótmælendur aftur farnir á stjá í Íran 8. desember 2009 04:15 Mótmæli á háskólalóðinni. Þúsundir stúdenta tóku þátt í mótmælunum inni á skólalóðinni en fyrir utan stóðu þúsundir hermanna og vörnuðu utanaðkomandi inngöngu.fréttablaðið/AP Íranskar öryggissveitir tóku hart á þúsundum mótmælenda fyrir utan Háskólann í Teheran í gær. Lögreglan beitti bæði táragasi og bareflum á mannfjöldann, sem hrópaði slagorð gegn Mahmoud Ahmadinedjad, forseta landsins. Mótmælin í gær voru fjölmennari en sést hafa mánuðum saman, en í beinu framhaldi af fjöldamótmælum sem hófust í kjölfar forsetakosninganna í sumar. Háskólastúdentar í Teheran hafa farið í fararbroddi mótmælanna frá upphafi. Þeir reyndu í gær að glæða mótmælin nýju lífi með því að efna til mótmælafunda víðs vegar um landið. Þúsundir almennra lögreglumanna, sérsveitarmanna og hermanna fylktust að Háskólanum í Teheran í gær til að koma í veg fyrir að mótmælin breiddust út. Há girðing umhverfis skólalóðina var þakin borðum og spjöldum með slagorðum ættuðum frá Ali Khameini æðstaklerki. Þar með var tryggt að utanaðkomandi gætu ekki séð hvað var að gerast fyrir innan. Þá var farsímasamband truflað á svæði í kringum háskólann. Ströng varðgæsla var við alla innganga og skilríkja krafist. Fyrir innan tóku þúsundir háskólanema þátt í mótmælafundum, margir með klúta fyrir andliti. Sumir voru með græn armbönd eða með grænar blöðrur, en grænn er litur stjórnarandstöðuhreyfingarinnar, stuðningsmanna Mir Hossein Moussavi, mótframbjóðanda Ahmadinejads í forsetakosningunum í júní. Lýðræðishreyfingin, sem náði miklu flugi í kjölfar kosninganna, hefur ekki fallist á niðurstöður þeirra. Hún hefur barist fyrir umbótum í landinu og krefst þess að Ahmadinejad láti af völdum. Hreyfingin hefur þó látið lítið fyrir sér fara eftir að mótmælin í sumar voru barin niður af fullri hörku. Óttast var í gær að átök myndu magnast þegar liði á daginn. „Það er uggur í fólki um að hér komi til ofbeldis og skotið verði af byssum. Ég hrópa slagorð og mótmæli en reyni að vekja ekkert tilefni til átaka við öryggissveitirnar,“ sagði einn háskólaneminn. „Við höfum áhyggjur.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira
Íranskar öryggissveitir tóku hart á þúsundum mótmælenda fyrir utan Háskólann í Teheran í gær. Lögreglan beitti bæði táragasi og bareflum á mannfjöldann, sem hrópaði slagorð gegn Mahmoud Ahmadinedjad, forseta landsins. Mótmælin í gær voru fjölmennari en sést hafa mánuðum saman, en í beinu framhaldi af fjöldamótmælum sem hófust í kjölfar forsetakosninganna í sumar. Háskólastúdentar í Teheran hafa farið í fararbroddi mótmælanna frá upphafi. Þeir reyndu í gær að glæða mótmælin nýju lífi með því að efna til mótmælafunda víðs vegar um landið. Þúsundir almennra lögreglumanna, sérsveitarmanna og hermanna fylktust að Háskólanum í Teheran í gær til að koma í veg fyrir að mótmælin breiddust út. Há girðing umhverfis skólalóðina var þakin borðum og spjöldum með slagorðum ættuðum frá Ali Khameini æðstaklerki. Þar með var tryggt að utanaðkomandi gætu ekki séð hvað var að gerast fyrir innan. Þá var farsímasamband truflað á svæði í kringum háskólann. Ströng varðgæsla var við alla innganga og skilríkja krafist. Fyrir innan tóku þúsundir háskólanema þátt í mótmælafundum, margir með klúta fyrir andliti. Sumir voru með græn armbönd eða með grænar blöðrur, en grænn er litur stjórnarandstöðuhreyfingarinnar, stuðningsmanna Mir Hossein Moussavi, mótframbjóðanda Ahmadinejads í forsetakosningunum í júní. Lýðræðishreyfingin, sem náði miklu flugi í kjölfar kosninganna, hefur ekki fallist á niðurstöður þeirra. Hún hefur barist fyrir umbótum í landinu og krefst þess að Ahmadinejad láti af völdum. Hreyfingin hefur þó látið lítið fyrir sér fara eftir að mótmælin í sumar voru barin niður af fullri hörku. Óttast var í gær að átök myndu magnast þegar liði á daginn. „Það er uggur í fólki um að hér komi til ofbeldis og skotið verði af byssum. Ég hrópa slagorð og mótmæli en reyni að vekja ekkert tilefni til átaka við öryggissveitirnar,“ sagði einn háskólaneminn. „Við höfum áhyggjur.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Sjá meira