Erlent

Sósíaldemókratar ósáttir

Mircea Geoana leiðtogi Sósíaldemókrata sættir sig ekki við niðurstöðu kjörstjórnar.fréttablaðið/AP
Mircea Geoana leiðtogi Sósíaldemókrata sættir sig ekki við niðurstöðu kjörstjórnar.fréttablaðið/AP

Sósíaldemókratar í Rúmeníu draga í efa opinber úrslit forsetakosninganna á sunnudag.

Kjörstjórn lýsti í gær núverandi forseta, Traian Basescu, sigur­vegara kosninganna, með 50,33 prósent atkvæða þegar 99,95 prósent höfðu verið talin.

Leiðtogi Sósíaldemókrata, Mircea Geoana, var sagður hafa fengið 49,66 prósent. Sósíaldemókrataflokkurinn er arftaki gamla Kommúnistaflokksins, sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×