Fleiri fréttir Mannskæð sprengjuárás í Írak Að minnsta kosti 10 létust og margir slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu á sama tíma í morgun fyrir utan opinbera byggingu í Írak. Árásin var gerð í borginni Ramadi sem er í vesturhluta landsins. 11.10.2009 10:57 Obama hyggst bæta stöðu samkynhneigðra innan hersins Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að bæta verulega stöðu samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann lýsti þessu yfir á fundi með baráttuhóp fyrir réttindum samkynhneigðra í gær. Áður hafði forsetinn sagst ætla að vinna að bættum réttindum samkynhneigðra. 11.10.2009 09:55 Gíslar frelsaðir í Pakistan Pakistönskum hermönnum tókst í morgun að frelsa 40 gísla sem voru í haldi Talibana í herstöð nálægt höfuðborginni Islamabad. Fólkið var tekið í gíslingu í gær þegar Talibanar náðu herstöðinni á sitt vald. Þrír gíslar létu lífið í átökunum í morgun, sex hermenn og að minnsta kosti fjórir Talibanar. 11.10.2009 09:51 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk Að minnsta kosti 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær. Það er talið allt eins líklegt að tala látinna komi til með að hækka en fjöldi fólks slasaðist. Margir alvarlega. 11.10.2009 07:45 Maóistar drápu 13 lögreglumenn Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 13 lögreglumenn í Maharashtra héraði í suðurhluta landsins í gærkvöldi. Skæruliðarnir segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Þeir hafa hert aðgerðir sínar að undanförnu í Indlandi en einungis eru nokkrir dagar síðan þeir myrtu 17 lögreglumenn. 11.10.2009 06:30 Sendu blöðrur yfir til Norður Kóreu Um 200 manns komu saman í Suður Kóreu og slepptu blöðrum sem svifu svo yfir til nágrannana í Norður Kóreu. Blöðrurnar voru fylltar af dreifibréfum sem á hafði verið ritaðar fréttir og víðs vegar að úr heiminum. 10.10.2009 20:45 Mótmæltu vinnubrögðum borgarstjórans Mótmælendur komu saman í Moskvu til að mótmæla borgarstjórunum Yri Lushkov, og vinnubrögðum hans. Lushkov hefur verið borgarstjóri í 17 ár og hefur gjörbreytt Moskvu á þeim tíma. Flestir segja til hins betra. En Luskov hefur verið gagnrýndur fyrir spillingu, eiginkona hans er ríkasta kona Rússlands, en hún er einmitt fyrirferðamikil verktakabransanum í Moskvu. Mómælin í dag fóru friðsamlega fram en þau eru haldin í tilefni þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti. 10.10.2009 19:37 Castro ánægður ákvörðun Nóbelsverðlaunanefndarinnar Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbú, er ánægður með ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár. Ákvörðun nefndarinnar hefur vakið furðu margra. 10.10.2009 15:13 Halda hermönnum í gíslingu Hópur herskárra múslima sem réðst á höfuðstöðvar pakistanska hersins í borginni Rawalpindi í morgun halda innan við tíu hermönnum í gíslingu.Að minnsti kosti 12 féllu í árásinni. 10.10.2009 14:41 Reynir að fresta staðfestingu Lissabon sáttmálans Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að Vaclav Klaus, forseti Tékkalands, reyni nú hvað hann geti til að koma í veg fyrir að Lissabon sáttmálinn verði samþykktur heima fyrir. 10.10.2009 14:12 Pólland staðfestir Lissabon sáttmálann Forseti Póllands undirritaði Lissabon sáttmálann við hátíðlega athöfn í morgun. Tékkar eiga nú einir Evrópusambandsþjóða eftir að staðfesta sáttmálann. 10.10.2009 12:16 Átta hermenn látnir Átta pakistanskir hermenn eru látnir eftir árás sem gerð var á höfuðstöðvar þeirra í Rawalpindi í morgun. Fjórir árásarmannanna voru skotnir til bana í átökum sem brutust út. Tveggja árásarmanna er hins vegar leitað. 10.10.2009 10:14 Á þriðja hundrað látnir eftir aurskriður Að minnsta kosti 260 eru látnir eftir aurskriður og flóð sem fellibylurinn Parma hefur valdið á Filippseyjum undanfarna daga. Parma fór yfir Filippseyjar aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Ketsana fór þar um og olli flóðum, gífurlegri eyðileggingu og manntjóni. Talið er að 600, að minnsta kosti, hafi látist á Filippseyjum af völdum þessara tveggja fellibylja. 10.10.2009 10:07 Louvre skilar verðmætum Frakkar létu í gær undan kröfum Egypta um að ómetanlegum menningarminjum á Louvre-safninu í París yrði skilað aftur til Egyptalands. Egyptar, með fornleifafræðinginn Zahi Hawas í fararbroddi, hættu í vikunni samstarfi við Louvre-safnið til þess að þrýsta á kröfu sína. Samstarfsslitin hefðu orðið til þess að fornleifauppgröftur á vegum Louvre í Egyptalandi væri í uppnámi. 10.10.2009 06:00 Kona í dásvefni eignast barn Fertug kona í Þýskalandi hefur fætt heilbrigt barn þrátt fyrir að hafa verið í dásvefni síðustu 22 vikur meðgöngunnar. Starfsfólk á háskólasjúkrahúsinu í Erlangen sagði aðstandendur konunnar hafa óskað eftir því að barnið yrði látið fæðast þrátt fyrir erfitt ástand móðurinnar, sem fékk hjartaáfall og hefur verið í dái síðan. 10.10.2009 05:30 Fyrstu myndirnar sýndu lítið Bandarískt geimfar brotlenti á suðurpól tunglsins í gær. Harkaleg lendingin var vel skipulögð og taldist vel heppnuð. Um borð í geimfarinu eru mælitæki sem ætlað er að finna ummerki vatns á tunglinu. 10.10.2009 04:30 Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. 10.10.2009 00:30 Ástandið að batna í Zimbabwe Morgan Tswangirai forsætisráðherra Zimbabwes segir að ástandið í mannréttindamálum hafi skánað mikið síðan flokkur hans myndaði þjóðstjórn með Robert Mugabe forseta. 9.10.2009 15:50 Undrun yfir friðarverðlaunum Obamas Áttatíu og tveggja ára gömul Bandarísk kona sagði þegar hún heyrði að Barack Obama hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels; -Það er dásamlegt. Ég vildi bara að ég vissi af hverju. 9.10.2009 15:33 Taylor orðin góðhjörtuð á nýjan leik Leikkonan Elísabet Taylor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hjartaaðgerð sem hún gekkst undir í vikunni hafi heppnast fullkomlega. 9.10.2009 13:42 McCann hjónin snúa aftur til Portúgals Eftir miklar vangaveltur hefur Gerry McCann nú upplýst að hann muni snúa til Praia da Luz ásamt Kate eiginkonu sinni á þessu ári. Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann dvelja nú á Spáni en Kate hefur ekki komið til staðarins þar sem dóttir þeirra hvarf í meira en tvö ár. Það hefur Gerry hinsvegar gert. 9.10.2009 10:53 Á annað hundrað féllu og særðust í sprengjuárás í Pakistan Yfir fjörutíu manns fórust og meira en eitthundrað særðust í sprengjuárás á markaðstorg í borginni Peshawar í Pakistan í dag. Sprengjan var í bíl sem ekið var inn á torgið. 9.10.2009 10:27 Barack Obama fær friðarverðlaun Nóbels Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Norska Nóbelnefndin sem úthlutar þessum verðlaunum tilkynnti um þetta í dag. 9.10.2009 09:20 Samferðarmenn dauðans Illa lyktandi, feitt og síhóstandi fólk eru verstu samferðarmenn í flugi sem fyrirfinnast. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka glænýja könnun vefsíðunnar Travelocity. 9.10.2009 07:52 Barnabarn Stalíns stefnir dagblaði Barnabarn rússneska einræðisherrans Josefs Stalin hefur höfðað mál gegn rússnesku dagblaði og fullyrðir að blaðið hafi lítilsvirt minningu hans. 9.10.2009 07:51 Leysti þúsundir minka úr haldi Það varð uppi fótur og fit í minkabúi í Fousing á Vestur-Jótlandi snemma í morgun þegar óþekktur aðili braust þar inn og hleypti minkunum út. 9.10.2009 07:19 Bretar hvattir til að gera jólainnkaupin snemma Bretar eru hvattir til þess að hefja jólainnkaupin snemma til að forðast það að jólagjafirnar glatist vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna. 9.10.2009 07:19 Tannfyllingar Hitlers úr gyðingum Fyllingar í tönnum Adolfs Hitler, leiðtoga þýska nasistaflokksins á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, voru gerðar úr gulli sem fjarlægt hafði verið úr tönnum gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. 9.10.2009 07:15 Styttist í tunglárekstur Núna eru örfáar klukkustundir í að tveggja tonna þungt toppstykki eldflaugar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA skelli á tunglinu á 9.000 kílómetra hraða á klukkustund og þyrli upp rykskýi sem geimfarið L-Cross, eða Lunar Crater Observation and Sensing Satellite, mun svo mynda rétt áður en það flýgur í gegnum skýið og skellur sjálft á yfirborði tunglsins, þó ekki með sama krafti og fyrra skeytið. 9.10.2009 07:12 Fjórðungur jarðarbúa er íslamstrúar Nú er talið að allt að 1,8 milljarðar manna í heiminum játi íslamstrú. Það þýðir að um það bil einn af hverjum fjórum jarðarbúum sé þeirrar trúar. 9.10.2009 07:10 Konur bannaðar á mótorhjólum Mótorhjól og skellinöðrur eru þægilegur ferðamáti á þéttbýlli Gaza ströndinni. Góðar til að skjótast á milli bíla og hestvagna. 8.10.2009 16:14 Sex tonn af fornminjum í farangrinum, Yfirvöld í Íran hafa sakað argentinskan diplomat um stórfelldan þjófnað á verðmætum fornminjum. Tollverðir gerðu ránsfenginn upptækan þegar verið var að undirbúa flutning hans úr landi. 8.10.2009 15:05 Herta Mueller Nóbelshöfundur Þýski rithöfundurinn Herta Mueller hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hún er fimmtíu og sex ára gömul, fædd í þýskumælandi hluta Rúmeníu. 8.10.2009 14:42 Íranar eru að verða bensínlausir Sár skortur er á bílabensíni og díselolíu í Íran, einu mesta olíuframleiðsluríki heims. Þótt Íranar framleiði býsnin öll af hráolíu skortir þá hreinsistöðvar til þess að vinna úr henni. 8.10.2009 14:26 Engir friðarsamningar við palestínumenn næstu árin Utanríkisráðherra Ísraels segir að engir friðarsamningar við palestínumenn séu mögulegir næstu árin. 8.10.2009 11:03 Silvio brattur þrátt fyrir skotleyfi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að hann muni halda áfram að stjórna landinu og af enn meiri þrótti, eftir að hæstiréttur landsins svipti hann friðhelgi. 8.10.2009 10:06 Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var. 8.10.2009 07:50 Flugfélag sendir farþegana á salernið Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins. 8.10.2009 07:47 Fundu jarðneskar leifar ungrar konu Jarðneskar leifar ungrar breskrar konu sem hvarf sporlaust fyrir þrettán arum síðan fundust fyrr í þessari viku. 8.10.2009 07:14 Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir. 8.10.2009 07:12 Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu. 8.10.2009 07:10 Bretar leita óþekktra sjávardýra Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum. 8.10.2009 07:07 Frumkvöðlar nýrrar tækni Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja bandarískra vísindamanna, þeirra Venktramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunnar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín. 8.10.2009 00:45 Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðarins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan. 8.10.2009 00:30 Skeyti á stærð við pallbíl rekst á tunglið á hraða byssukúlunnar Föstudaginn 9. október, klukkan 11:30 að íslenskum tíma, mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið. 7.10.2009 21:08 Sjá næstu 50 fréttir
Mannskæð sprengjuárás í Írak Að minnsta kosti 10 létust og margir slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu á sama tíma í morgun fyrir utan opinbera byggingu í Írak. Árásin var gerð í borginni Ramadi sem er í vesturhluta landsins. 11.10.2009 10:57
Obama hyggst bæta stöðu samkynhneigðra innan hersins Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að bæta verulega stöðu samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann lýsti þessu yfir á fundi með baráttuhóp fyrir réttindum samkynhneigðra í gær. Áður hafði forsetinn sagst ætla að vinna að bættum réttindum samkynhneigðra. 11.10.2009 09:55
Gíslar frelsaðir í Pakistan Pakistönskum hermönnum tókst í morgun að frelsa 40 gísla sem voru í haldi Talibana í herstöð nálægt höfuðborginni Islamabad. Fólkið var tekið í gíslingu í gær þegar Talibanar náðu herstöðinni á sitt vald. Þrír gíslar létu lífið í átökunum í morgun, sex hermenn og að minnsta kosti fjórir Talibanar. 11.10.2009 09:51
70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk Að minnsta kosti 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær. Það er talið allt eins líklegt að tala látinna komi til með að hækka en fjöldi fólks slasaðist. Margir alvarlega. 11.10.2009 07:45
Maóistar drápu 13 lögreglumenn Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 13 lögreglumenn í Maharashtra héraði í suðurhluta landsins í gærkvöldi. Skæruliðarnir segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Þeir hafa hert aðgerðir sínar að undanförnu í Indlandi en einungis eru nokkrir dagar síðan þeir myrtu 17 lögreglumenn. 11.10.2009 06:30
Sendu blöðrur yfir til Norður Kóreu Um 200 manns komu saman í Suður Kóreu og slepptu blöðrum sem svifu svo yfir til nágrannana í Norður Kóreu. Blöðrurnar voru fylltar af dreifibréfum sem á hafði verið ritaðar fréttir og víðs vegar að úr heiminum. 10.10.2009 20:45
Mótmæltu vinnubrögðum borgarstjórans Mótmælendur komu saman í Moskvu til að mótmæla borgarstjórunum Yri Lushkov, og vinnubrögðum hans. Lushkov hefur verið borgarstjóri í 17 ár og hefur gjörbreytt Moskvu á þeim tíma. Flestir segja til hins betra. En Luskov hefur verið gagnrýndur fyrir spillingu, eiginkona hans er ríkasta kona Rússlands, en hún er einmitt fyrirferðamikil verktakabransanum í Moskvu. Mómælin í dag fóru friðsamlega fram en þau eru haldin í tilefni þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti. 10.10.2009 19:37
Castro ánægður ákvörðun Nóbelsverðlaunanefndarinnar Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbú, er ánægður með ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár. Ákvörðun nefndarinnar hefur vakið furðu margra. 10.10.2009 15:13
Halda hermönnum í gíslingu Hópur herskárra múslima sem réðst á höfuðstöðvar pakistanska hersins í borginni Rawalpindi í morgun halda innan við tíu hermönnum í gíslingu.Að minnsti kosti 12 féllu í árásinni. 10.10.2009 14:41
Reynir að fresta staðfestingu Lissabon sáttmálans Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að Vaclav Klaus, forseti Tékkalands, reyni nú hvað hann geti til að koma í veg fyrir að Lissabon sáttmálinn verði samþykktur heima fyrir. 10.10.2009 14:12
Pólland staðfestir Lissabon sáttmálann Forseti Póllands undirritaði Lissabon sáttmálann við hátíðlega athöfn í morgun. Tékkar eiga nú einir Evrópusambandsþjóða eftir að staðfesta sáttmálann. 10.10.2009 12:16
Átta hermenn látnir Átta pakistanskir hermenn eru látnir eftir árás sem gerð var á höfuðstöðvar þeirra í Rawalpindi í morgun. Fjórir árásarmannanna voru skotnir til bana í átökum sem brutust út. Tveggja árásarmanna er hins vegar leitað. 10.10.2009 10:14
Á þriðja hundrað látnir eftir aurskriður Að minnsta kosti 260 eru látnir eftir aurskriður og flóð sem fellibylurinn Parma hefur valdið á Filippseyjum undanfarna daga. Parma fór yfir Filippseyjar aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Ketsana fór þar um og olli flóðum, gífurlegri eyðileggingu og manntjóni. Talið er að 600, að minnsta kosti, hafi látist á Filippseyjum af völdum þessara tveggja fellibylja. 10.10.2009 10:07
Louvre skilar verðmætum Frakkar létu í gær undan kröfum Egypta um að ómetanlegum menningarminjum á Louvre-safninu í París yrði skilað aftur til Egyptalands. Egyptar, með fornleifafræðinginn Zahi Hawas í fararbroddi, hættu í vikunni samstarfi við Louvre-safnið til þess að þrýsta á kröfu sína. Samstarfsslitin hefðu orðið til þess að fornleifauppgröftur á vegum Louvre í Egyptalandi væri í uppnámi. 10.10.2009 06:00
Kona í dásvefni eignast barn Fertug kona í Þýskalandi hefur fætt heilbrigt barn þrátt fyrir að hafa verið í dásvefni síðustu 22 vikur meðgöngunnar. Starfsfólk á háskólasjúkrahúsinu í Erlangen sagði aðstandendur konunnar hafa óskað eftir því að barnið yrði látið fæðast þrátt fyrir erfitt ástand móðurinnar, sem fékk hjartaáfall og hefur verið í dái síðan. 10.10.2009 05:30
Fyrstu myndirnar sýndu lítið Bandarískt geimfar brotlenti á suðurpól tunglsins í gær. Harkaleg lendingin var vel skipulögð og taldist vel heppnuð. Um borð í geimfarinu eru mælitæki sem ætlað er að finna ummerki vatns á tunglinu. 10.10.2009 04:30
Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. 10.10.2009 00:30
Ástandið að batna í Zimbabwe Morgan Tswangirai forsætisráðherra Zimbabwes segir að ástandið í mannréttindamálum hafi skánað mikið síðan flokkur hans myndaði þjóðstjórn með Robert Mugabe forseta. 9.10.2009 15:50
Undrun yfir friðarverðlaunum Obamas Áttatíu og tveggja ára gömul Bandarísk kona sagði þegar hún heyrði að Barack Obama hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels; -Það er dásamlegt. Ég vildi bara að ég vissi af hverju. 9.10.2009 15:33
Taylor orðin góðhjörtuð á nýjan leik Leikkonan Elísabet Taylor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hjartaaðgerð sem hún gekkst undir í vikunni hafi heppnast fullkomlega. 9.10.2009 13:42
McCann hjónin snúa aftur til Portúgals Eftir miklar vangaveltur hefur Gerry McCann nú upplýst að hann muni snúa til Praia da Luz ásamt Kate eiginkonu sinni á þessu ári. Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann dvelja nú á Spáni en Kate hefur ekki komið til staðarins þar sem dóttir þeirra hvarf í meira en tvö ár. Það hefur Gerry hinsvegar gert. 9.10.2009 10:53
Á annað hundrað féllu og særðust í sprengjuárás í Pakistan Yfir fjörutíu manns fórust og meira en eitthundrað særðust í sprengjuárás á markaðstorg í borginni Peshawar í Pakistan í dag. Sprengjan var í bíl sem ekið var inn á torgið. 9.10.2009 10:27
Barack Obama fær friðarverðlaun Nóbels Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Norska Nóbelnefndin sem úthlutar þessum verðlaunum tilkynnti um þetta í dag. 9.10.2009 09:20
Samferðarmenn dauðans Illa lyktandi, feitt og síhóstandi fólk eru verstu samferðarmenn í flugi sem fyrirfinnast. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka glænýja könnun vefsíðunnar Travelocity. 9.10.2009 07:52
Barnabarn Stalíns stefnir dagblaði Barnabarn rússneska einræðisherrans Josefs Stalin hefur höfðað mál gegn rússnesku dagblaði og fullyrðir að blaðið hafi lítilsvirt minningu hans. 9.10.2009 07:51
Leysti þúsundir minka úr haldi Það varð uppi fótur og fit í minkabúi í Fousing á Vestur-Jótlandi snemma í morgun þegar óþekktur aðili braust þar inn og hleypti minkunum út. 9.10.2009 07:19
Bretar hvattir til að gera jólainnkaupin snemma Bretar eru hvattir til þess að hefja jólainnkaupin snemma til að forðast það að jólagjafirnar glatist vegna yfirvofandi verkfalls póststarfsmanna. 9.10.2009 07:19
Tannfyllingar Hitlers úr gyðingum Fyllingar í tönnum Adolfs Hitler, leiðtoga þýska nasistaflokksins á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, voru gerðar úr gulli sem fjarlægt hafði verið úr tönnum gyðinga í útrýmingarbúðum nasista. 9.10.2009 07:15
Styttist í tunglárekstur Núna eru örfáar klukkustundir í að tveggja tonna þungt toppstykki eldflaugar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA skelli á tunglinu á 9.000 kílómetra hraða á klukkustund og þyrli upp rykskýi sem geimfarið L-Cross, eða Lunar Crater Observation and Sensing Satellite, mun svo mynda rétt áður en það flýgur í gegnum skýið og skellur sjálft á yfirborði tunglsins, þó ekki með sama krafti og fyrra skeytið. 9.10.2009 07:12
Fjórðungur jarðarbúa er íslamstrúar Nú er talið að allt að 1,8 milljarðar manna í heiminum játi íslamstrú. Það þýðir að um það bil einn af hverjum fjórum jarðarbúum sé þeirrar trúar. 9.10.2009 07:10
Konur bannaðar á mótorhjólum Mótorhjól og skellinöðrur eru þægilegur ferðamáti á þéttbýlli Gaza ströndinni. Góðar til að skjótast á milli bíla og hestvagna. 8.10.2009 16:14
Sex tonn af fornminjum í farangrinum, Yfirvöld í Íran hafa sakað argentinskan diplomat um stórfelldan þjófnað á verðmætum fornminjum. Tollverðir gerðu ránsfenginn upptækan þegar verið var að undirbúa flutning hans úr landi. 8.10.2009 15:05
Herta Mueller Nóbelshöfundur Þýski rithöfundurinn Herta Mueller hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hún er fimmtíu og sex ára gömul, fædd í þýskumælandi hluta Rúmeníu. 8.10.2009 14:42
Íranar eru að verða bensínlausir Sár skortur er á bílabensíni og díselolíu í Íran, einu mesta olíuframleiðsluríki heims. Þótt Íranar framleiði býsnin öll af hráolíu skortir þá hreinsistöðvar til þess að vinna úr henni. 8.10.2009 14:26
Engir friðarsamningar við palestínumenn næstu árin Utanríkisráðherra Ísraels segir að engir friðarsamningar við palestínumenn séu mögulegir næstu árin. 8.10.2009 11:03
Silvio brattur þrátt fyrir skotleyfi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að hann muni halda áfram að stjórna landinu og af enn meiri þrótti, eftir að hæstiréttur landsins svipti hann friðhelgi. 8.10.2009 10:06
Segir N-Kóreumenn ekki gera upp kjarnorkuver Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Yu Myung-hwan, sagði í morgun að engin merki væru um að nágrannarnir í Norður-Kóreu væru að koma gamla Yongbyon-kjarnorkuverinu í starfhæft ástand á ný eins og talið var. 8.10.2009 07:50
Flugfélag sendir farþegana á salernið Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins. 8.10.2009 07:47
Fundu jarðneskar leifar ungrar konu Jarðneskar leifar ungrar breskrar konu sem hvarf sporlaust fyrir þrettán arum síðan fundust fyrr í þessari viku. 8.10.2009 07:14
Tólf látnir eftir sprengingu í Kabúl Öflug sprengja sprakk nálægt indverska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og varð tólf manns að bana en 45 eru særðir. 8.10.2009 07:12
Þrír skjálftar á Kyrrahafsbotni Þrír snarpir jarðskjálftar, að styrkleika 7,1 til 7,8 stig á Richter, urðu á einum klukkutíma í morgun á botni Suður-Kyrrahafsins nærri Vanuatu-eyjum sem eru um það bil 1.750 kílómetra austur af Ástralíu. 8.10.2009 07:10
Bretar leita óþekktra sjávardýra Breska hafrannsóknarstofnunin hyggst gera út leiðangur til að leita að áður óþekktum lífverum á miklu dýpi á suðrænum hafsvæðum. 8.10.2009 07:07
Frumkvöðlar nýrrar tækni Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja bandarískra vísindamanna, þeirra Venktramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunnar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín. 8.10.2009 00:45
Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðarins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan. 8.10.2009 00:30
Skeyti á stærð við pallbíl rekst á tunglið á hraða byssukúlunnar Föstudaginn 9. október, klukkan 11:30 að íslenskum tíma, mun tveggja tonna skeyti, á stærð við stóran jeppa eða pallbíl, rekast á tunglið. 7.10.2009 21:08