Erlent

70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk

Að minnsta kosti 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær. Það er talið allt eins líklegt að tala látinna komi til með að hækka en fjöldi fólks slasaðist. Margir alvarlega.

Fólkið sem lést í brunanum sem fylgdi í kjölfar sprengingarinnar komst ekki út úr rútum sem urðu eldinum að bráð. Talið er að olíuflutningabíllinn hafi lent á hlið eftir að honum var ekið í stóra holu á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×