Erlent

Sex tonn af fornminjum í farangrinum,

Íranskir fornmunir.
Íranskir fornmunir.

Yfirvöld í Íran hafa sakað argentinskan diplomat um stórfelldan þjófnað á verðmætum fornminjum.

Tollverðir gerðu ránsfenginn upptækan þegar verið var að undirbúa flutning hans úr landi.

Það voru hvorki meira né minna en sex tonn. Í sendingunni voru meðal annars sjaldgæfir peningar, bækur og listaverk ýmiskonar.

Diplomatinn fór sjálfur heim til Argentínu fyrir nokkrum mánuðum þar sem tímabili hans í Íran var lokið.

Menningarþjófnaður

Senda átti búslóðina á eftir honum, eins og ekki er óalgengt.

Talsmaður tollstjóraskrifstofunnar í Teheran sagði í þarlendum fjölmiðlum að framferði diplomatsins væri menningarlegur stórþjófnaður.

Argentinska sendiráðið í Teheran vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir var leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×