Fleiri fréttir Ókannað skilaboð Buffets hefði getað breytt sögunni Skilaboð á talhólfi hefði getað bjargað Lehman Brothers frá falli, ef aðeins milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði kunnað að hlusta á talhólfið sitt. Buffet hefur upplýst að Barclays bankinn hafi haft samband við sig í upphafi fjármálakreppunnar í september á síðasta ári, og falast eftir því að hann leggði fram tryggingar vegna tilboðs bankans um kaup á Lehman. 16.9.2009 20:30 Barroso endurkjörinn Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso var í dag endurkjörinn í embætti til fimm ára. Hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin fimm ár og Evrópuþingið kaus hann til áframhaldandi setu með nokkrum meirihluta. 736 þingmenn eru á Evrópuþinginu og hlaut Barroso 382 atkvæði. 219 voru andsnúnir því að Barroso yrði endurkjörinn og restin sat hjá eða mætti ekki til atkvæðagreiðslu. 16.9.2009 10:53 Sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny Tveir lögreglumenn eru sagðir hafa látist og sex manns slasast í sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny, höfuðborg Tjetjeníu, í morgun. 16.9.2009 08:42 Aftöku frestað vegna örðugleika Fresta þurfti aftöku dauðadæmds manns í Ohio þar sem ekki tókst að sprauta hann með banvænu eitri. 16.9.2009 08:24 Frímúrarar í skýjunum með Dan Brown Svo virðist sem rithöfundinum Dan Brown hafi tekist að rita skáldsögu án þess að reita til reiði þá sem hún fjallar um. 16.9.2009 08:12 Með heimatilbúna sprengju í bílnum Lögreglubíll í bænum Haderslev á Jótlandi ók í nótt fram á fertugan mann sem sat í kyrrstæðum bíl og sýslaði við eitthvað. 16.9.2009 08:09 Ný lög um tónlistarstuld í Frakklandi Frakkar skera nú upp herör gegn ólöglegu niðurhali tónlistar á Netinu og hafa samþykkt lög sem heimila háar sektir og jafnvel fangelsisdóma, gerist netnotendur sekir um brot á höfundarrétti með ólöglegri dreifingu eða öflun á tónlist, jafnt sem kvikmyndum. 16.9.2009 07:35 Hatoyama tekur við völdum Japanska þingið útnefndi Yukio Hatoyama næsta forsætisráðherra landsins í morgun, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.9.2009 07:31 Sagði Obama glórulausan og hæddist að vexti Hillary George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, lét þau orð falla við ræðuskrifara sinn að Barack Obama, eftirmaður hans, væri glórulaus og hefði enga getu til að gegna forsetaembættinu. 16.9.2009 07:23 Joe Wilson áminntur Fulltrúadeildin á bandarískaþinginu undir forystu demókrata áminnti í kvöld þingmann repúblikana sem æpti „Þú lýgur!" að Barack Obama þegar sá síðarnefndi varði umbætur sínar í heilbrigðiskerfinu í ræðu í síðustu viku. 15.9.2009 23:31 Lundúnabúar skattpíndir í kjölfar íslenska bankahrunsins Íbúar Westminster í miðborg Lundúna þurfa á næstunni að borga sérstaklega fyrir að láta fjarlægja stóra hluti á borð við sófa eða ísskápa af heimilum heimilum sínum. Þjónustan hefur hingað til verið endurgjaldslaus og hafa íbúar hverfisins átt kost á að láta fjarlægja stóra hluti þrisvar sinnum á ári. Þetta var tekið upp vegna þess að íbúar hverfisins höfðu í auknum mæli tekið upp á að henda rusli út á götur til þess að losna við það. 15.9.2009 11:01 Tólf ára gömul stúlka lést af barnsförum Tólf ára gömul stúlka frá Jemen lést eftir að hún hafði reynt í þrjá daga að fæða barn. 15.9.2009 10:14 Meint stolið bréf frá Jacqueline Kennedy komið í leitirnar Bandaríska alríkislögreglan hefur lagt hald á handskrifað bréf frá Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem hún sendi Ethel Kennedy, ekkju Roberts, mágs síns, eftir að hann var skotinn til bana árið 1968. 15.9.2009 08:50 Viðskiptaráðherra Japans fyrrum lögga með 6. dan í aikido Næsti viðskiptaráðherra Japans er fyrrverandi lögreglumaður á áttræðisaldri. 15.9.2009 08:32 Verkmannaflokkurinn og Hægriflokkurinn bættu mest við sig Þriggja flokka samsteypustjórn Noregs hélt velli eftir að kosningum til Stórþingsins lauk í gær en ekki mátti þó miklu muna. 15.9.2009 08:28 Dauði Jacksons lífseigt umræðuefni Ekkert lát er á umræðum um dauða Michaels Jackson og nú stígur Deepak Chopra, andlegur ráðgjafi og sjálfshjálparmeistari ýmissa frægra einstaklinga, þar á meðal Jacksons, fram og ræðir málið við blaðamann Telegraph. 15.9.2009 08:25 Al Qaeda-liði drepinn í þyrluárás Sérsveitir Bandaríkjahers drápu al Qaeda-liðann Saleh Ali Saleh Nabhan í þyrluárás í Suður-Sómalíu í gær. 15.9.2009 08:18 John Gotti yngri ákærður í fjórða sinn John Gotti yngri, sonur og alnafni eins alræmdasta mafíuforingja Bandaríkjanna, er nú fyrir rétti í New York, ákærður fyrir fjárkúgun og svik af ýmsu tagi. 15.9.2009 08:10 Patrick Swayze er allur Bandaríski leikarinn Patrick Swayze er látinn, 57 ára að aldri, og var banamein hans krabbamein í brisi sem hann hafði glímt við síðan snemma árs í fyrra. 15.9.2009 08:08 Stoltenberg sigraði Þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða í þingkosningunum í Noregi er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur bætt við sig þremur þingmönnum. Flokkurinn undir forystu Jens Stoltenberg heldur því velli en það hefur ekki gerst í landinu í 16 ár. 14.9.2009 23:13 Spyr stanslaust um föður sinn Prince Michael Jackson II, sjö ára gamall sonur Michael Jacksons á erfitt með að sætta sig við fráfall föður síns. Hann spyr stanslaust hvar faðir sinn sé á milli þess sem hann grætur inni í herbergi. 14.9.2009 22:08 Rannsaka hugsanlega hryðjuverkastarfsemi í New York Lögreglan í New York rannsakar nú hugsanlega hryðjuverkastarfsemi í Queenshverfinu þar í borg. Það var talsmaður lögreglunnar sem greindi frá þessu nú í kvöld. 14.9.2009 21:02 Rukkað inn í grasagarð í Edinborg vegna Kaupthings Gestir The Royal Botanic Garden í Edinborg gætu þurft að greiða 4 punda aðgöngugjald í garðinn vegna falls íslensku bankanna. Garðurinn á í fjárhagslegum erfiðleikum en hann átti 1,09 milljón pund í Kaupthing Singer & Friedlander sem fór í greiðslustöðvun í október síðast liðnum. Þetta kemur fram í skoskum fjölmiðlum í dag. 14.9.2009 20:15 Stjórnin heldur líklega velli Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í landi. Samkvæmt kosningaspá sem norska ríkissjónvarpið birti nú í kvöld þegar kjörstöðum var lokað virðist stjórnin halda velli. Samkvæmt spánni fengu stjórnarflokkarnir 86 þingsæti og stjórnarandstaðan 83. 14.9.2009 19:09 Allt bendir til þess að stjórnin haldi velli í Noregi Nýjustu skoðanakannanir í Noregi benda til þess að þriggja flokka samsteypustjórn Jens Stoltenbergs fái þægilegan meirihluta á Stórþinginu en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14.9.2009 12:55 Kenningar Darwins of umdeildar fyrir Bandaríkjamenn Framleiðendur bresku bíómyndarinnar Creation sem fjallar um ævi og störf Charles Darwin eru í vandræðum þar sem þeim hefur ekki tekist að finna dreifingaraðila að myndinni í Bandaríkjunum. Þar á bæ þykir efnið of eldfimt, en Darwin setti fyrstur manna fram þróunarkenninguna svokölluðu í bókinni Uppruni tegundanna. 14.9.2009 10:54 Mömmu Ágústar úthýst af YouTube YouTube myndskeið, þar sem ung dönsk kona auglýsir eftir barnsföður sínum, hefur vakið mikla eftirtekt í Danmörku að undanförnu. Nú hefur danska ferðamálastofan, VisitDenmark, fjarlægt myndskeiðið af YouTube. 14.9.2009 10:54 Rússar lána Venesúelamönnum fyrir vopnum Rússar hafa fallist á að lána Venesúelamönnum rúmlega tvo milljarða dollara til vopnakaupa. 14.9.2009 08:07 Helstu menn Hollywood saman í mynd Þrjár hasarmyndahetjur sameina krafta sína í kvikmynd, sem frumsýnd verður næsta sumar og hefur vakið mikla eftirvæntingu. 14.9.2009 07:34 Deilur um hund enduðu með hnífstungu Tæplega fimmtugur Dani stakk mann um þrítugt í magann í gærkvöldi eftir deilur um hund þess fyrrnefnda sem hann var að viðra. 14.9.2009 07:30 Handtekinn eftir tíu bankarán Maður, sem grunaður er um að hafa rænt tíu banka í fjórum ríkjum Bandaríkjanna, var handtekinn í Missouri á laugardaginn. Fyrrverandi lögreglumaður, sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir, sá ræningjann á vegahóteli í borginni Kingdom. 14.9.2009 07:27 Á sjöunda hundrað handteknir í Úganda Að minnsta kosti 640 manns voru handteknir og fjórtán týndu lífinu í óeirðum í Kampala, höfuðborg Austur-Afríkuríkisins Úganda, um helgina. 14.9.2009 07:24 Bin Laden ávarpar Bandaríkjamenn Barack Obama er ófær um að stöðva stríðsátök í Afganistan. Þetta segir Osama bin Laden í hljóðupptöku sem hann kallar ávarp til bandarísku þjóðarinnar og var gert opinbert af fjölmiðlaarmi al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna um helgina. 14.9.2009 07:22 Dregur úr vinsældum Sarkozy fjórða mánuðinn í röð Vinsældir Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, halda áfram að dragast saman fjórða mánuðinn í röð. 44% þátttakenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld segjast vera ánægðir með forsetinn en það er fjórum prósentustigum minna en fyrir mánuði. Vinsældir Sarkozy mældist lengi vel yfir 50%. 13.9.2009 23:00 Ræddu friðarumleitanir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Egyptaland í dag og átti fund með Hosni Mubarak, forseta landsins. Þeir ræddu friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs en Mubarak gegnir mikilvægu hlutverki sáttasemjara á milli Palestínumanna og Ísraela. Leiðtogarnir ræddu auk þess um möguleg fangaskipti á liðsmönnum Hamas sem eru í fangelsum í Ísrael og ísraelskum hermanni sem hefur verið í haldi Hamassamtakanna síðastliðin þrjú ár. 13.9.2009 21:30 Elsta kona Bandaríkjanna er stuðningsmaður Boston Red Sox Mary Josephine Ray sem talin er vera elsta núlifandi kona Bandaríkjanna er mikill stuðningsmaður hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Mary fæddist 17. maí 1895 og er því 114 ára gömul. Japanska konan Kama Chinen sem er sögð elsta konan heims fæddist í byrjun maí sama ár. Mary sem er búsett í New Hampshire veit um fátt betra en ís og súkkulaðikossana frá Hershey's. 13.9.2009 22:30 Faðir Grænu byltingarinnar látinn Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að með grænu byltingunni hafi verið komið í veg fyrir alheims hungursneyð á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. 13.9.2009 18:15 Leiðtogarnir takast á í kappræðum Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilegra demókrata, mætir Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, í kappræðum í kvöld. Þjóðverjar ganga til þingkosninga eftir hálfan mánuð. 13.9.2009 17:01 Schwarzenegger minntist fallinna slökkviliðsmanna Í dag fór fram minningarathöfn í Los Angeles um tvo slökkviliðsmenn sem týndu lífi þegar þeir börðust við skógarelda í nágrenni borgarinnar í lok ágúst. Þá breiddust skógareldar stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angeles. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín og stórt svæði íbúðabyggðar varð eldunum að bráð. 13.9.2009 16:13 Óvíst hvort norska stjórnin haldi velli Alls er óvíst að ríkisstjórn Jens Stoltenbergs haldi velli í þingkosningunum sem fram fara í Noregi í dag. Fyrir aðeins nokkrum dögum var allt útlit fyrir að ríkisstjórn Stoltenbergs félli í kosningum til stórþingsins. Hún hefur þó aðeins braggast í nýjustu skoðanakönnunum sem benda til þess að hún fái áttatíu og fimm til áttatíu og níu af 169 þingsætum. 13.9.2009 13:45 Kæra illa meðferð í kjölfar mótmælanna í Íran Tugir manna hafa lagt fram kærur í Íran vegna slæmrar meðferðar sem þeir fengu þegar þeir voru handteknir fyrir að mótmæla úrslitum forsetakosninga í landinu. 13.9.2009 12:48 Tólf bresk börn lögð inn á sjúkrahús 12 bresk börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af ecoli-bakteríunni í heimsókn á bóndabæ í Surrey. Fjögur barnanna eru sögð alvarlega veik. Þau eru öll undir tíu ára aldri. 13.9.2009 12:45 23 fyrirmenn hafa framið sjálfsmorð síðustu 18 mánuði Heilbrigðisráðherra Frakklands hefur boðað yfirmenn franska símafyrirtækisins Telecom á sinn fund eftir helgi vegna þess að 23 starfsmenn fyrirtækisins hafa framið sjálfsmorð á síðustu átján mánuðum. 13.9.2009 10:45 Norðmenn ganga til þingkosninga Norðmenn ganga til þingkosninga í dag og stjórn og stjórnarandstaða eru nánast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur í kosningabaráttu sinni lagt mesta áherslu á að allir skuli hafa vinnu. Engin ríkisstjórn í Noregi hefur náð endurkjöri síðan árið 1996. 13.9.2009 10:08 Peres útskrifaður af sjúkrahúsi Símon Peres forseti Ísraels var útskrifaður af sjúkhúsi í dag. Hann missti meðvitund við móttökuathöfn í gær. Símon Peres er 86 ára gamall. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt þeim Yasser Arafat og Yitzhak Rabin fyrir þátt sinn að Oslóarsamningnum um frið í Miðausturlöndum. Þeir Arafat og Rabin eru báðir látnir og friður í Miðausturlöndum lætur enn á sér standa. 13.9.2009 09:57 Sjá næstu 50 fréttir
Ókannað skilaboð Buffets hefði getað breytt sögunni Skilaboð á talhólfi hefði getað bjargað Lehman Brothers frá falli, ef aðeins milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði kunnað að hlusta á talhólfið sitt. Buffet hefur upplýst að Barclays bankinn hafi haft samband við sig í upphafi fjármálakreppunnar í september á síðasta ári, og falast eftir því að hann leggði fram tryggingar vegna tilboðs bankans um kaup á Lehman. 16.9.2009 20:30
Barroso endurkjörinn Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso var í dag endurkjörinn í embætti til fimm ára. Hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin fimm ár og Evrópuþingið kaus hann til áframhaldandi setu með nokkrum meirihluta. 736 þingmenn eru á Evrópuþinginu og hlaut Barroso 382 atkvæði. 219 voru andsnúnir því að Barroso yrði endurkjörinn og restin sat hjá eða mætti ekki til atkvæðagreiðslu. 16.9.2009 10:53
Sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny Tveir lögreglumenn eru sagðir hafa látist og sex manns slasast í sjálfsmorðssprengjutilræði í Grozny, höfuðborg Tjetjeníu, í morgun. 16.9.2009 08:42
Aftöku frestað vegna örðugleika Fresta þurfti aftöku dauðadæmds manns í Ohio þar sem ekki tókst að sprauta hann með banvænu eitri. 16.9.2009 08:24
Frímúrarar í skýjunum með Dan Brown Svo virðist sem rithöfundinum Dan Brown hafi tekist að rita skáldsögu án þess að reita til reiði þá sem hún fjallar um. 16.9.2009 08:12
Með heimatilbúna sprengju í bílnum Lögreglubíll í bænum Haderslev á Jótlandi ók í nótt fram á fertugan mann sem sat í kyrrstæðum bíl og sýslaði við eitthvað. 16.9.2009 08:09
Ný lög um tónlistarstuld í Frakklandi Frakkar skera nú upp herör gegn ólöglegu niðurhali tónlistar á Netinu og hafa samþykkt lög sem heimila háar sektir og jafnvel fangelsisdóma, gerist netnotendur sekir um brot á höfundarrétti með ólöglegri dreifingu eða öflun á tónlist, jafnt sem kvikmyndum. 16.9.2009 07:35
Hatoyama tekur við völdum Japanska þingið útnefndi Yukio Hatoyama næsta forsætisráðherra landsins í morgun, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.9.2009 07:31
Sagði Obama glórulausan og hæddist að vexti Hillary George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, lét þau orð falla við ræðuskrifara sinn að Barack Obama, eftirmaður hans, væri glórulaus og hefði enga getu til að gegna forsetaembættinu. 16.9.2009 07:23
Joe Wilson áminntur Fulltrúadeildin á bandarískaþinginu undir forystu demókrata áminnti í kvöld þingmann repúblikana sem æpti „Þú lýgur!" að Barack Obama þegar sá síðarnefndi varði umbætur sínar í heilbrigðiskerfinu í ræðu í síðustu viku. 15.9.2009 23:31
Lundúnabúar skattpíndir í kjölfar íslenska bankahrunsins Íbúar Westminster í miðborg Lundúna þurfa á næstunni að borga sérstaklega fyrir að láta fjarlægja stóra hluti á borð við sófa eða ísskápa af heimilum heimilum sínum. Þjónustan hefur hingað til verið endurgjaldslaus og hafa íbúar hverfisins átt kost á að láta fjarlægja stóra hluti þrisvar sinnum á ári. Þetta var tekið upp vegna þess að íbúar hverfisins höfðu í auknum mæli tekið upp á að henda rusli út á götur til þess að losna við það. 15.9.2009 11:01
Tólf ára gömul stúlka lést af barnsförum Tólf ára gömul stúlka frá Jemen lést eftir að hún hafði reynt í þrjá daga að fæða barn. 15.9.2009 10:14
Meint stolið bréf frá Jacqueline Kennedy komið í leitirnar Bandaríska alríkislögreglan hefur lagt hald á handskrifað bréf frá Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem hún sendi Ethel Kennedy, ekkju Roberts, mágs síns, eftir að hann var skotinn til bana árið 1968. 15.9.2009 08:50
Viðskiptaráðherra Japans fyrrum lögga með 6. dan í aikido Næsti viðskiptaráðherra Japans er fyrrverandi lögreglumaður á áttræðisaldri. 15.9.2009 08:32
Verkmannaflokkurinn og Hægriflokkurinn bættu mest við sig Þriggja flokka samsteypustjórn Noregs hélt velli eftir að kosningum til Stórþingsins lauk í gær en ekki mátti þó miklu muna. 15.9.2009 08:28
Dauði Jacksons lífseigt umræðuefni Ekkert lát er á umræðum um dauða Michaels Jackson og nú stígur Deepak Chopra, andlegur ráðgjafi og sjálfshjálparmeistari ýmissa frægra einstaklinga, þar á meðal Jacksons, fram og ræðir málið við blaðamann Telegraph. 15.9.2009 08:25
Al Qaeda-liði drepinn í þyrluárás Sérsveitir Bandaríkjahers drápu al Qaeda-liðann Saleh Ali Saleh Nabhan í þyrluárás í Suður-Sómalíu í gær. 15.9.2009 08:18
John Gotti yngri ákærður í fjórða sinn John Gotti yngri, sonur og alnafni eins alræmdasta mafíuforingja Bandaríkjanna, er nú fyrir rétti í New York, ákærður fyrir fjárkúgun og svik af ýmsu tagi. 15.9.2009 08:10
Patrick Swayze er allur Bandaríski leikarinn Patrick Swayze er látinn, 57 ára að aldri, og var banamein hans krabbamein í brisi sem hann hafði glímt við síðan snemma árs í fyrra. 15.9.2009 08:08
Stoltenberg sigraði Þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða í þingkosningunum í Noregi er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur bætt við sig þremur þingmönnum. Flokkurinn undir forystu Jens Stoltenberg heldur því velli en það hefur ekki gerst í landinu í 16 ár. 14.9.2009 23:13
Spyr stanslaust um föður sinn Prince Michael Jackson II, sjö ára gamall sonur Michael Jacksons á erfitt með að sætta sig við fráfall föður síns. Hann spyr stanslaust hvar faðir sinn sé á milli þess sem hann grætur inni í herbergi. 14.9.2009 22:08
Rannsaka hugsanlega hryðjuverkastarfsemi í New York Lögreglan í New York rannsakar nú hugsanlega hryðjuverkastarfsemi í Queenshverfinu þar í borg. Það var talsmaður lögreglunnar sem greindi frá þessu nú í kvöld. 14.9.2009 21:02
Rukkað inn í grasagarð í Edinborg vegna Kaupthings Gestir The Royal Botanic Garden í Edinborg gætu þurft að greiða 4 punda aðgöngugjald í garðinn vegna falls íslensku bankanna. Garðurinn á í fjárhagslegum erfiðleikum en hann átti 1,09 milljón pund í Kaupthing Singer & Friedlander sem fór í greiðslustöðvun í október síðast liðnum. Þetta kemur fram í skoskum fjölmiðlum í dag. 14.9.2009 20:15
Stjórnin heldur líklega velli Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í landi. Samkvæmt kosningaspá sem norska ríkissjónvarpið birti nú í kvöld þegar kjörstöðum var lokað virðist stjórnin halda velli. Samkvæmt spánni fengu stjórnarflokkarnir 86 þingsæti og stjórnarandstaðan 83. 14.9.2009 19:09
Allt bendir til þess að stjórnin haldi velli í Noregi Nýjustu skoðanakannanir í Noregi benda til þess að þriggja flokka samsteypustjórn Jens Stoltenbergs fái þægilegan meirihluta á Stórþinginu en þingkosningar fara fram í landinu í dag. 14.9.2009 12:55
Kenningar Darwins of umdeildar fyrir Bandaríkjamenn Framleiðendur bresku bíómyndarinnar Creation sem fjallar um ævi og störf Charles Darwin eru í vandræðum þar sem þeim hefur ekki tekist að finna dreifingaraðila að myndinni í Bandaríkjunum. Þar á bæ þykir efnið of eldfimt, en Darwin setti fyrstur manna fram þróunarkenninguna svokölluðu í bókinni Uppruni tegundanna. 14.9.2009 10:54
Mömmu Ágústar úthýst af YouTube YouTube myndskeið, þar sem ung dönsk kona auglýsir eftir barnsföður sínum, hefur vakið mikla eftirtekt í Danmörku að undanförnu. Nú hefur danska ferðamálastofan, VisitDenmark, fjarlægt myndskeiðið af YouTube. 14.9.2009 10:54
Rússar lána Venesúelamönnum fyrir vopnum Rússar hafa fallist á að lána Venesúelamönnum rúmlega tvo milljarða dollara til vopnakaupa. 14.9.2009 08:07
Helstu menn Hollywood saman í mynd Þrjár hasarmyndahetjur sameina krafta sína í kvikmynd, sem frumsýnd verður næsta sumar og hefur vakið mikla eftirvæntingu. 14.9.2009 07:34
Deilur um hund enduðu með hnífstungu Tæplega fimmtugur Dani stakk mann um þrítugt í magann í gærkvöldi eftir deilur um hund þess fyrrnefnda sem hann var að viðra. 14.9.2009 07:30
Handtekinn eftir tíu bankarán Maður, sem grunaður er um að hafa rænt tíu banka í fjórum ríkjum Bandaríkjanna, var handtekinn í Missouri á laugardaginn. Fyrrverandi lögreglumaður, sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir, sá ræningjann á vegahóteli í borginni Kingdom. 14.9.2009 07:27
Á sjöunda hundrað handteknir í Úganda Að minnsta kosti 640 manns voru handteknir og fjórtán týndu lífinu í óeirðum í Kampala, höfuðborg Austur-Afríkuríkisins Úganda, um helgina. 14.9.2009 07:24
Bin Laden ávarpar Bandaríkjamenn Barack Obama er ófær um að stöðva stríðsátök í Afganistan. Þetta segir Osama bin Laden í hljóðupptöku sem hann kallar ávarp til bandarísku þjóðarinnar og var gert opinbert af fjölmiðlaarmi al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna um helgina. 14.9.2009 07:22
Dregur úr vinsældum Sarkozy fjórða mánuðinn í röð Vinsældir Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, halda áfram að dragast saman fjórða mánuðinn í röð. 44% þátttakenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld segjast vera ánægðir með forsetinn en það er fjórum prósentustigum minna en fyrir mánuði. Vinsældir Sarkozy mældist lengi vel yfir 50%. 13.9.2009 23:00
Ræddu friðarumleitanir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Egyptaland í dag og átti fund með Hosni Mubarak, forseta landsins. Þeir ræddu friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs en Mubarak gegnir mikilvægu hlutverki sáttasemjara á milli Palestínumanna og Ísraela. Leiðtogarnir ræddu auk þess um möguleg fangaskipti á liðsmönnum Hamas sem eru í fangelsum í Ísrael og ísraelskum hermanni sem hefur verið í haldi Hamassamtakanna síðastliðin þrjú ár. 13.9.2009 21:30
Elsta kona Bandaríkjanna er stuðningsmaður Boston Red Sox Mary Josephine Ray sem talin er vera elsta núlifandi kona Bandaríkjanna er mikill stuðningsmaður hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Mary fæddist 17. maí 1895 og er því 114 ára gömul. Japanska konan Kama Chinen sem er sögð elsta konan heims fæddist í byrjun maí sama ár. Mary sem er búsett í New Hampshire veit um fátt betra en ís og súkkulaðikossana frá Hershey's. 13.9.2009 22:30
Faðir Grænu byltingarinnar látinn Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að með grænu byltingunni hafi verið komið í veg fyrir alheims hungursneyð á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. 13.9.2009 18:15
Leiðtogarnir takast á í kappræðum Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilegra demókrata, mætir Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, í kappræðum í kvöld. Þjóðverjar ganga til þingkosninga eftir hálfan mánuð. 13.9.2009 17:01
Schwarzenegger minntist fallinna slökkviliðsmanna Í dag fór fram minningarathöfn í Los Angeles um tvo slökkviliðsmenn sem týndu lífi þegar þeir börðust við skógarelda í nágrenni borgarinnar í lok ágúst. Þá breiddust skógareldar stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angeles. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín og stórt svæði íbúðabyggðar varð eldunum að bráð. 13.9.2009 16:13
Óvíst hvort norska stjórnin haldi velli Alls er óvíst að ríkisstjórn Jens Stoltenbergs haldi velli í þingkosningunum sem fram fara í Noregi í dag. Fyrir aðeins nokkrum dögum var allt útlit fyrir að ríkisstjórn Stoltenbergs félli í kosningum til stórþingsins. Hún hefur þó aðeins braggast í nýjustu skoðanakönnunum sem benda til þess að hún fái áttatíu og fimm til áttatíu og níu af 169 þingsætum. 13.9.2009 13:45
Kæra illa meðferð í kjölfar mótmælanna í Íran Tugir manna hafa lagt fram kærur í Íran vegna slæmrar meðferðar sem þeir fengu þegar þeir voru handteknir fyrir að mótmæla úrslitum forsetakosninga í landinu. 13.9.2009 12:48
Tólf bresk börn lögð inn á sjúkrahús 12 bresk börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af ecoli-bakteríunni í heimsókn á bóndabæ í Surrey. Fjögur barnanna eru sögð alvarlega veik. Þau eru öll undir tíu ára aldri. 13.9.2009 12:45
23 fyrirmenn hafa framið sjálfsmorð síðustu 18 mánuði Heilbrigðisráðherra Frakklands hefur boðað yfirmenn franska símafyrirtækisins Telecom á sinn fund eftir helgi vegna þess að 23 starfsmenn fyrirtækisins hafa framið sjálfsmorð á síðustu átján mánuðum. 13.9.2009 10:45
Norðmenn ganga til þingkosninga Norðmenn ganga til þingkosninga í dag og stjórn og stjórnarandstaða eru nánast hnífjöfn í skoðanakönnunum. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, hefur í kosningabaráttu sinni lagt mesta áherslu á að allir skuli hafa vinnu. Engin ríkisstjórn í Noregi hefur náð endurkjöri síðan árið 1996. 13.9.2009 10:08
Peres útskrifaður af sjúkrahúsi Símon Peres forseti Ísraels var útskrifaður af sjúkhúsi í dag. Hann missti meðvitund við móttökuathöfn í gær. Símon Peres er 86 ára gamall. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1994 ásamt þeim Yasser Arafat og Yitzhak Rabin fyrir þátt sinn að Oslóarsamningnum um frið í Miðausturlöndum. Þeir Arafat og Rabin eru báðir látnir og friður í Miðausturlöndum lætur enn á sér standa. 13.9.2009 09:57