Erlent

Dauði Jacksons lífseigt umræðuefni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Deepak Chopra (t.h.) ásamt Jackson.
Deepak Chopra (t.h.) ásamt Jackson.

Ekkert lát er á umræðum um dauða Michaels Jackson og nú stígur Deepak Chopra, andlegur ráðgjafi og sjálfshjálparmeistari ýmissa frægra einstaklinga, þar á meðal Jacksons, fram og ræðir málið við blaðamann Telegraph. Chopra segir andlát söngvararns ekki hafa orsakast af margra ára lyfjaneyslu. Þvert á móti hafi hann verið mjög agaður fíkill, eins og Chopra orðar það. Það hafi hins vegar verið út í hött hjá lækni Jacksons að gefa honum svæfingarlyf sem nánast eingöngu sé notað við skurðaðgerðir. Allt of margir læknar í stjörnubransanum gefi hvaða lyf sem er, svo lengi sem þeir fái greitt fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×