Erlent

Patrick Swayze er allur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríski leikarinn Patrick Swayze er látinn, 57 ára að aldri, og var banamein hans krabbamein í brisi sem hann hafði glímt við síðan snemma árs í fyrra. Það var svo núna í sumar sem meinið breiddist út í lifrina. Swayze stundaði leiklistina alveg fram undir andlátið og var undir það síðasta að leika í þáttaröðinni The Beast. Hann var atkvæðamikill á níunda áratugnum, til að mynda í kvikmyndunum Roadhouse, Ghost og Dirty Dancing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×