Erlent

Barroso endurkjörinn

Jose Manuel Barroso.
Jose Manuel Barroso. MYND/AP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso var í dag endurkjörinn í embætti til fimm ára. Hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin fimm ár og Evrópuþingið kaus hann til áframhaldandi setu með nokkrum meirihluta. 736 þingmenn eru á Evrópuþinginu og hlaut Barroso 382 atkvæði. 219 voru andsnúnir því að Barroso yrði endurkjörinn og restin sat hjá eða mætti ekki til atkvæðagreiðslu.

Barroso var einn í framboði og hafði hann áður en til kosningarinnar kom fengið stuðningsyfirlýsingar frá öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×