Erlent

Joe Wilson áminntur

Joe Wilson þingmaður
Joe Wilson þingmaður
Fulltrúadeildin á bandarískaþinginu undir forystu demókrata áminnti í kvöld þingmann repúblikana sem æpti „Þú lýgur!" að Barack Obama þegar sá síðarnefndi varði umbætur sínar í heilbrigðiskerfinu í ræðu í síðustu viku.

Kosið var um hvort ávíta ætti þingmanninn, sem heitir Joe Wilson og er þingmaður Suður-Karólínu, en atkvæðagreiðslan fór 240-179. Því var hinsvegar hafnað að Wilson ætti að segja af sér vegna uppákomunnar. Wilson var þar til í síðustu viku lítt þekktur þingmaður.

Áminningin er lægsta stig refsingar á þinginu og hefur í raun enga refsingu í för með sér, aðra en þá að litið er svo á að hann hafi sýnt þinginu vanvirðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×