Erlent

Al Qaeda-liði drepinn í þyrluárás

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þyrla af gerðinni Apache AH-64 skýtur Hellfire-flugskeyti. Myndin tengist fréttinni ekki.
Þyrla af gerðinni Apache AH-64 skýtur Hellfire-flugskeyti. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Lockheedmartin.co.uk

Sérsveitir Bandaríkjahers drápu al Qaeda-liðann Saleh Ali Saleh Nabhan í þyrluárás í Suður-Sómalíu í gær. Nabhan hefur verið ofarlega á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn eftir að hann skipulagði sprengjutilræði við ísraelskt hótel í Kenía árið 2002 sem varð 13 manns að bana. Nabhan var á ferð í bíl ásamt öðrum manni þegar tvær bandarískar þyrlur gerðu árás og skutu eldflaugum að bílnum. Þær lentu svo og hermenn fluttu lík mannanna um borð áður en þeir flugu á brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×