Erlent

Meint stolið bréf frá Jacqueline Kennedy komið í leitirnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jacqueline Kennedy.
Jacqueline Kennedy. MYND/Kennedy Library/Getty Images

Bandaríska alríkislögreglan hefur lagt hald á handskrifað bréf frá Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem hún sendi Ethel Kennedy, ekkju Roberts, mágs síns, eftir að hann var skotinn til bana árið 1968. Að sögn Kennedy-fjölskyldunnar var bréfinu stolið á sínum tíma og lét Max Kennedy, sonur Roberts og Ethel, alríkislögregluna vita þegar honum barst til eyrna að bréfið væri á leiðinni á uppboð í Dallas. Thomas nokkur Nuckols komst yfir bréfið og sagðist hafa fundið það innan um pappíra frá föður sínum sem lést fyrir áratug. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins sem nú er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×