Erlent

Með heimatilbúna sprengju í bílnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglubíll í bænum Haderslev á Jótlandi ók í nótt fram á fertugan mann sem sat í kyrrstæðum bíl og sýslaði við eitthvað. Þegar lögreglumennirnir fóru að kanna málið reyndist maðurinn vera með heimatilbúna sprengju sem hann var að ljúka við að vefja með límbandi. Hann gat ekki aðrar skýringar gefið en þær að hann hefði ætlað sér að hefna sín á öðrum manni, sem hann taldi sig eiga eitthvað sökótt við. Sú fyrirætlan náði þó ekki fram að ganga og situr maðurinn nú í klefa á lögreglustöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×