Erlent

Hatoyama tekur við völdum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hatoyama.
Hatoyama.

Japanska þingið útnefndi Yukio Hatoyama næsta forsætisráðherra landsins í morgun, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Japanski demókrataflokkurinn, flokkur Hatoyamas, vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum og hlaut 308 af 480 þingsætum neðri deildar þingsins. Frjálslyndir demókratar, flokkur Taro Aso, fyrrum forsætisráðherra, guldu hins vegar afhroð eftir samfellda 50 ára setu á valdastóli en kjósendur sættu sig ekki við tök þeirra á efnahagsmálum landsins eftir hrun fjármálamarkaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×