Erlent

Ókannað skilaboð Buffets hefði getað breytt sögunni

Milljarðamæringurinn Warren Buffet.
Milljarðamæringurinn Warren Buffet.
Skilaboð á talhólfi hefði getað bjargað Lehman Brothers frá falli, ef aðeins milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði kunnað að hlusta á talhólfið sitt. Buffet hefur upplýst að Barclays bankinn hafi haft samband við sig í upphafi fjármálakreppunnar í september á síðasta ári, og falast eftir því að hann leggði fram tryggingar vegna tilboðs bankans um kaup á Lehman.

Buffet segist hafa beðið bankann um frekari upplýsingar á faxi vegna málsins. Hann hafi síðan ekkert heyrt, fyrr en tíu mánuðum síðar, þegar hann uppgötvaði að yfirmaður bankans hafði skilið eftir skilaboð á talhólfi á farsíma sínum.

Tilraun Barclays til þess að kaupa Lehman mistókst eftir að bandaríska fjármálaráðuneytið neitaði að tryggja tapaðar eignir bankans þar til samningurinn hefði verið samþykktur á hluthafafundi. Líklega hefur Barclays ætlað að fá Buffet til þess að aðstoða sig við þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×