Fleiri fréttir

Búist við átökum í Teheran í dag

Boðað hefur verið til tvennra mótmæla í Teheran, höfuðborg Írans í dag og óttast menn að uppúr kunni að sjóða. Annarsvegar er um að ræða stuðnings menn Mirhousseins Mousavis, sem tapaði í kosningum fyrir helgi gegn sitjandi forseta landsins Mahmoud Ahmadinejad og hins vegar ætla harðlínustuðningsmenn forsetans að hittast á sama stað og lýssa yfir stuðningi við sinn mann. Sjö létust í mótmælum í gær að því er íranskir miðlar greina frá en mikil óánægja hefur verið á meðal sumra í landinu yfir framkvæmd kosninganna sem forsetinn sigraði með óvæntum yfirburðum.

Sakbitnir hundar bregðast við skömmum

Nýleg rannsókn sem gerð var við Bernard-háskólann í New York hefur leitt í ljós að hið sakbitna augnaráð sem eigendur telja sig sjá hjá hundum sínum sé ímyndun ein. Þeir sem stóðu að rannsókninni töldu hundaeigendunum trú um að hundur þeirra hefði gert eitthvað af sér. Allir eigendurnir þóttust geta greint hið sakbitna augnaráð hjá hundinum, jafnvel þótt dýrið hefði ekkert af sér gert. Rannsóknin leiddi því í ljós að hundarnir voru ekki þjakaðir af samviskubiti heldur aðeins að bregðast við skömmum húsbónda sinna.

Fjármálageirinn hefur tapað ljómanum

Bankar og fjármálafyrirtæki hafa tapað ljómanum í augum nýútskrifaðra háskólanema í Bandaríkjunum. Eftir að efnahagskreppan skall á leita þeir í auknum mæli í störf hjá hinu opinbera.

Fyrsta svínaflensudauðsfallið utan Ameríku staðfest

Fyrsta dauðsfallið vegna Svínaflensunnar utan Ameríku hefur verið staðfest en Jacqueline Fleming, 38 ára gömul kona, lést vegna flensunnar í gær. Jacqueline hafði tveimur vikum áður fætt sitt þriðja barn og kom barnið í heiminn þremur mánuðum fyrir tímann.

Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst

Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum.

Airbus-menn vara við getgátum um slysið

Talsmenn Airbus-flugvélaverksmiðjanna vara við getgátum um orsakir slyss Air France-þotunnar sem fórst í Atlantshafi um mánaðamótin og taka fram að Airbus A330-vélin sé ein af öruggustu flugvélum sem notaðar hafa verið til farþegaflugs.

Rottueyja rottulaus í fyrsta sinn í 229 ár

Rottur hafa verið ráðandi tegund á Rottueyju síðan árið 1780. Þá fórst japanskt skip í nágrenni eyjarinnar og allar rottur sem um borð voru syntu í land á Rottueyju, sem reyndar hét ekki Rottueyja þá heldur Aleutian-eyja.

Fyrsta Gay Pride Kínverja gekk eins og í sögu

Mörg hundruð manns tóku þátt í fyrstu Gay Pride-hátíð Kína á götum Shanghai á laugardaginn. Ekki var um skrúðgöngu að ræða eins og er tíðkað víðast hvar annars staðar þar sem stjórnvöld höfðu bannað það.

Lifnaði við í líkhúsinu

Starfsfólki í líkhúsi í pólska bænum Jablonowo brá í brún þegar líkpoki sem lá þar á borði tók að hreyfast. Þegar farið var að athuga málið reyndist pokinn innihalda 84 ára gamla konu sem verið hafði úrskurðuð látin nokkrum klukkustundum áður.

Fyrsta svínaflensudauðsfallið í Evrópu

Fyrsta dauðsfallið af völdum svínaflensu í Evrópu er komið fram og var þar um að ræða skoskan einstakling sem þó hafði verið heilsuveill áður en hann fékk svínaflensuna.

Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar

Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi.

Má ekki fá nýtt hjarta

Hinn ellefu ára gamli Hiroki Ando mun líklega deyja ef hann fær ekki nýtt hjarta en hann þjáist af sjúkdómi sem örvar og skaðar hjartað. Sami sjúkdómur dró systur hans til dauða fyrir fimm árum. Hiroki má hinsvegar ekki fá nýtt hjarta.

Líkir ástandinu í Teheran við knattspyrnuleik

Mahmoud Ahmadinejad nýkjörinn forseti Írans líkti óánægju andstæðinga sinna og mótmælum þeirra við knattspyrnuleik. Hann lofaði kosningarnar og sagði þær endurspegla vilja fólksins fyrir umheiminum.

Einn helsti fjáröflunarmaður Al Kaída handtekinn í Jemen

Lögregla í Arabaríkinu Jemen handtók fyrir helgi einn helsta fjáröflunarmann Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hassan Hússein Alvan er frá Sádí Arabíu og aflaði fé fyrir hryðjuverkasamtökin í heimalandinu og einnig í Jemen.

Grunaður barnaníðingur segist hafa fjarvistarsönnun

Barnaníðingurinn Raymond Hewlett talar í fyrsta skipti um rannsóknina á Madeleine McCann í breska blaðinu Sunday Mirror í dag. Hann segist hafa fjarvistarsönnun en vill ekki gefa hana upp. Raymond segist ekki hafa drepið Maddie litlu en hann berst við krabbamein og er kominn á garfarbakkann.

Fleiri en hundrað handteknir í Teheran í nótt

Fleiri en hundrað umbótasinnar voru handteknir í Íran í nótt eftir að þeir og mörg þúsund manns til viðbótar mótmæltu í gær úrslitum forsetakosninga í landinu fyrir helgi.

Anna Frank daðraði við stráka og skipti stöðugt um hárgreiðslu

„Hún sagði sögur, daðraði svívirðilega mikið við stráka og var sífellt að skipta um hárgreiðslu.“ Þessi lýsing gæti átti við hvaða unglinsstúlku sem ólst upp í Evrópu. En svona er það sem Eva Schloss man eftir æskuvinkonu sinni Önnu Frank, sem hefði fagnað áttatíu ára afmæli sínu í þessari viku ef hún hefði ekki látið lífið í útrýmingarbúðum nasista.

Fyrrum yfirmaður hersins í Gíneu flæktur í fíkniefnamál

Háttsettur fyrrum yfirmaður hersins í Gíneu er meðal nítján annarra sem búist er við að eigi yfir höfði sér ákæru vegna flutnings á fíkniefnum á næstu dögum. Ríkisfjölmiðilinn þar í landi sagði í dag að Diarra Camara hafi verið meðal þeirra sem handteknir hafa verið eftir mikla rannsókn undanfarinna mánaða. Sonur Camara er einn hinna handteknu en þar má einnig finna aðra undirmenn hans í hernum.

Segir kosningarnar hafa verið algjörlega frjálsar

Mahmoud Ahmadinejad sem var endurkjörinn forseti Írans í gær segir að kosningarnar hafi veirð algjörlega frjálsar og heilbrigðar. Ahmadinejad var kosinn til næstu fjögurra ára en hann vísar þeirri gagnrýni á bug að einhver brögð hafi verið í tafli. Til átaka kom í höfuðborginni Teheran þegar ljóst úrslit kosninganna lágu fyrir en margir bjuggust við að Ahmadinejad myndi tapa kosningunum.

Átök í Teheran vegna úrslita forsetakosninganna

Til átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í Teheran, höfuðborg Írans, í dag eftir að tilkynnt var að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í kosningum í gær.

Feeney hreinsaður af ásökunum um aðild að morði

Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, hefur verið hreinsaður af ásökunum um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak.

Feeney grunaður um morð í Írak

Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak.

Norður-Kórea hótar að smíða kjarnorkusprengjur

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta því að smíða kjarnorkusprengjur úr plútónbirgðum sínum og hefja aftur auðgun úrans samkvæmt kjarnorkuátælun sinni. Þetta er svar Norður-Kóreumanna við einróma ákvörðun öryggisráðs

Ahmadinejad endurkjörinn forseti Írans

Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í kosningum í gær þar sem áttatíu prósent kosningabærra Írana greiddu atkvæði. Samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar er búið að telja um áttatíu prósent atkvæða og Ahmadinejad fengið sextíu og fimm prósent þeirra en helsti andstæðingur hans, Mír Hossein Músaví, leiðtogi umbótasinna og fyrrverandi forsætisráðherra Írans, aðeins þrjátíu og tvö prósent atkvæða.

Lýsa báðir yfir sigri

Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og keppinautur hans Mirhossein Mousavi hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningum í landinu.

Járnfrúin flutt á sjúkrahús

Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er undir eftirliti á sjúkrahúsi eftir að hún féll á heimili sínu en hún handleggsbrotnaði við fallið.

Alheimsfaraldi lýst yfir vegna kerfisgalla

Kerfisgalli er ástæðan fyrir því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur orðið að lýsa yfir alheimsfaraldri vegna fremur vægrar flensu. Þetta er mat bandarísks sérfræðings í smitsjúkdómum.

Ekki verður feigum forðað

Ítalska konan Johanna Ganthaler lést í bílslysi í Austurríki fyrir nokkrum dögum. Þetta væri varla í frásögur færandi á Íslandi nema fyrir þá sök að Ganthaler slapp naumlega við að vera á meðal farþega í Air France þotunni sem fórst undan ströndum Brasilíu fyrir skömmu síðan.

Stórmarkaður stal fjölskyldumynd og auglýsti með henni

Varasamt getur verið að setja fjölskyldumyndirnar á Netið. Hjónin Jeff og Danielle Smith frá Missouri komust að þessu þegar vinur þeirra, sem staddur var á ferðalagi í Prag í Tékklandi, hringdi og spurði í forundran hvort þau væru farin að leika í auglýsingum þar í landi.

Enn slær í brýnu á Norðurbrú

Rúmlega tvítugur maður er í haldi lögreglu í Kaupmannahöfn eftir enn einn skotbardagann á Nørrebro í gærkvöldi.

Flottustu smyglgöngin fram að þessu

Lögregla við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó er agndofa yfir tæplega 30 metra löngum smyglgöngum sem uppgötvuðust í síðustu og liggja undir landamærin.

Forsetakosningar í Íran í dag

Íranar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Stendur valið á milli sitjandi forseta, Mahmoud Ahmadinejad, og Mir Hossein Moussavi, leiðtoga umbótasinna.

Helfararsafnskyttan ákærð

James von Brunn, sem réðst inn á Helfararsafnið í Washington í fyrradag og skaut öryggisvörð þar til bana, hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt von á dauðarefsingu verði hann sekur fundinn.

Bin Laden er í Pakistan

Osama bin Laden er í Pakistan. Þetta segir yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Leon Panetta, en hann var spurður af fréttamönnum hvort hann væri viss um að svo væri að Bin Laden væri í Pakistan.

Inflúensan orðin að alheimsfaraldi

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint H1N1-inflúensuna sem alheimsfaraldur en þetta þýðir að flensan breiðast nú hratt út og í að minnsta kosti tveim heimsálfum.

WHO boðar til blaðamannafundar vegna flensunnar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur í dag um útbreiðslu inflúensuveirunnar í heiminum. Fastlega er búist við að alheimsfaraldri verð lýst yfir en miklar áhyggjur eru yfir ástandinu vegna fjölda tilfella sem hafa komið upp í Ástralíu undanfarið.

Hraðaskynjurum skipt út í öllum vélum Air France

Skipta á út öllum hraðaskynjurum í airbusvélum Air France. Er þetta gert í varúðarskyni en ekki er útilokað að bilaðir hraðaskynjarar hafi orskað það að vél félagsins fórst yfir Atlantshafi í síðustu viku.

Eldur í flugstjórnarklefa Airbus-þotu

Þotu af gerðinni Airbus A330, sem er sama gerð og þota Air France sem fórst í Atlantshafi, var lent í Guam í morgun eftir að eldur kom upp í flugstjórnarklefanum.

Sjá næstu 50 fréttir