Erlent

Fyrsta Gay Pride Kínverja gekk eins og í sögu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mörg hundruð manns tóku þátt í fyrstu Gay Pride-hátíð Kína á götum Shanghai á laugardaginn. Ekki var um skrúðgöngu að ræða eins og er tíðkað víðast hvar annars staðar þar sem stjórnvöld höfðu bannað það. Nokkrar aðrar uppákomur voru einnig bannaðar, svo sem kvikmyndasýning og leikrit sem til stóð að yrði hluti af dagskránni. Þátttakendur voru þó ánægðir með hvernig til tókst og sögðu þessa fyrstu Gay Pride-hátíð vera stórt skref í átt að því að viðurkenna réttindi samkynhneigðra í Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×