Erlent

Bin Laden er í Pakistan

Osama Bin Laden er í Pakistan að sögn yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar.
Osama Bin Laden er í Pakistan að sögn yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar.

Osama bin Laden er í Pakistan. Þetta segir yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Leon Panetta, en hann var spurður af fréttamönnum hvort hann væri viss um að svo væri að Bin Laden væri í Pakistan.

Panetta sagði að samkvæmt sínum nýjustu upplýsingum væri Bin Laden í Pakistan og vonaðist hann til að herinn í Pakistan kæmi til með að detta niður á felustað Bin Ladens.

Osama Bin Laden hefur verið á flótta frá bandarískum yfirvöldum frá 11. september, 2001. Síðan þá hefur hann sent frá sér fjöldann allann af myndbandsupptökum sem gefa til kynna að hann sé enn á lífi.

Panetta segist vona til þess að bandarískar herdeildir hafi meiri möguleika á að klófesta Bin Laden í samstarfi við her Pakistana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×