Erlent

Airbus-menn vara við getgátum um slysið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vél af gerðinni Airbus A330.
Vél af gerðinni Airbus A330.

Talsmenn Airbus-flugvélaverksmiðjanna vara við getgátum um orsakir slyss Air France-þotunnar sem fórst í Atlantshafi um mánaðamótin og taka fram að Airbus A330-vélin sé ein af öruggustu flugvélum sem notaðar hafa verið til farþegaflugs. Þetta sagði Tom Enders, framkvæmdastjóri Airbus, á blaðamannafundi á laugardaginn sem haldinn var í tengslum við hina árlegu flugsýningu í París sem hefst í dag. Enders sagði Airbus-verksmiðjurnar veita Air France fullan stuðning við rannsókn slyssins og hefðu sérfræðingar á vegum verksmiðjanna verið sendir á vettvang slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×