Erlent

Frakkar og Ítalir svíkja loforð

Bono
Bono

Ítalir og Frakkar hafa ekki staðið við loforð um aukinn stuðning við fátæk Afríkuríki. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu hjálparsamtakanna One, sem sett voru á fót af Bono, söngvara U2, til að berjast gegn fátækt í heiminum. Frá þessu segir á fréttavef BBC.

Í skýrslunni segir að Ítalía og Frakkland hafi minnkað fjárframlög til Afríkuríkja, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða á Gleneagles-efnahagsráðstefnunni árið 2005. Ríkisstjórn Ítalíu segir efnahagskreppunni um að kenna.

Einnig kemur fram í skýrslu One að Bandaríkin, Kanada og Japan hafi að mestu leyti staðið við loforð sín í þessum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×