Erlent

Ekki verður feigum forðað

Johanna Ganthaler missti af flugvélinni sem fórst í Brasilíu en lést skömmu síðar í bílslysi í Austurríki.
Johanna Ganthaler missti af flugvélinni sem fórst í Brasilíu en lést skömmu síðar í bílslysi í Austurríki.

Ítalska konan Johanna Ganthaler lést í bílslysi í Austurríki fyrir nokkrum dögum. Þetta væri varla í frásögur færandi á Íslandi nema fyrir þá sök að Ganthaler slapp naumlega við að vera á meðal farþega í Air France þotunni sem fórst undan ströndum Brasilíu fyrir skömmu síðan.

Allir um borð í vélinni, 228 að tölu, týndu lífi. Johanna slapp hinsvegar þar sem hún missti af fluginu þar sem hún kom of seint á flugvöllinn í Ríó de Janeiro. Ganthaler hafði verið í fríi í Brasilíu ásamt manni sínum. Lukkan lék því við hjónin að því er virtist en hún entist þeim ekki lengi.

Á dögunum voru þau á ferð í bíl sínum í Austurríki þegar lentu á í árekstri við flutningabíl með þeim afleiðingum að Johanna lést og eiginmaður hennar slasaðist alvarlega, að því er fram kemur í breska blaðinu The Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×