Erlent

Einn helsti fjáröflunarmaður Al Kaída handtekinn í Jemen

Lögregla í Arabaríkinu Jemen handtók fyrir helgi einn helsta fjáröflunarmann Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hassan Hússein Alvan er frá Sádí Arabíu og aflaði fé fyrir hryðjuverkasamtökin í heimalandinu og einnig í Jemen.

Hann var handtekinn á föstudaginn en ekki var greint frá því fyrr en í morgun. Yfirvöld í Jemen segja þetta lið í harðri baráttu við uppreisnarmenn í landinu en átök hafa verið tíð þar og einnig mannrán til fjáröflunar.

Átta hjálparstarfsmönnum frá Bretlandi, Suður-Kóreu og Þýskalandi var rænt í Jemen í morgun um leið og tilkynnt var um handtöku Alvans. Vesturveldin og nágrannarnir í Sádí Arabíu hafa áhyggur af óstöðugleika í landinu vegna olíuhagsmuna þó olíulindir í Jemen séu óðum að þorna upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×